Fréttir
15.11.2010 - Stella í Hvammi vinnur smákökusamkeppni
 

Stella Sigurbjörg Björgvinsdóttir, eða Stella í Hvammi eins og við þekkjum hana hlaut nú á dögunum 1. verðlaun í smákökusamkeppni Gestagjafans. Af þeim 55 uppskriftum sem bárust í keppnina þóttu hafrakökurnar hennar Stellu skara fram úr.

Þema keppninnar í ár var súkkulaði og var dæmt eftir bragði, áferð, lögun og lit. Dómnefndina skipuðu þau Margrét D. Sigfúsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir frétta- og dagskrárgerðarmaður, Sigríður Björk Bragadóttir blaðamaður á Gestgjafanum, Sigrún Guðjónsdóttir frá Kornax og Gissur Sigurðsson fréttamaður á Bylgjunni.

Verðlaunin voru ekki af verri endanum; Kitchen-Aid hrærivél, úttekt í Nóatúni, gjafakörfur frá Nóa Síríusi og Kornax og ársáskrift að Gestgjafanum.

Við á heimasíðunni óskum Stellu til hamingju með sigurinn og bendum á ítarlega umfjöllun um keppnina í nýjasta blaði Gestgjafans.

Hér að neðan gefur að líta uppskriftina góðu:


Hafrakökur með rúsínum og súkkulaði

300 g Kornax hveiti
375 g sykur
150 g haframjöl
1 tsk. Matarsódi
240 g smjörlíki
2 dl rúsínur
125 g suðusúkkulaði frá Nóa Siríus, saxað
2 egg
100 g brætt suðusúkkulaði, til skrauts

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman og myljið smjörlíki út í. Hnoðið vel saman. Bætið því næst rúsínum, súkkulaði og eggjum út í og blandið vel saman. Búið til litlar kúlur úr deiginu og þrýstið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Bakið kökurnar þar til þær eru orðnar ljósbrúnar á lit. Kælið kökurnar og skreytið síðan með bræddu súkkulaði.

ÓB

 

Fyrir miðju; Sigurborg Ósk Karlsdóttir (barnabarn Stellu) ásamt Helgu Björgu dóttur sinni. Sigurborg tók á móti verðlaununum fyrir hönd ömmu sinnar.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is