Fréttir
16.12.2010 - Arfleifð á flakk með fylgihluti og fatnað
 

Verslun Arfleifðar á Djúpavogi verður opin fimmtudaginn 16. desember og  síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 17. desember fram á kvöld.

Allir Djúpavogsbúar og aðrir hjartanlega velkomnir að kíkja á glæsilega fylgihluti og fatnað, hannað og handgert á Djúpavogi úr hráefnum sem koma mörg hver úr nánasta umhverfi okkar.  Úrvalið hefur aldrei verið fjölbreyttara og flottara.

Laugardaginn 18. desember verður Ágústa Margrét með smá kynningar á vörum sínum á nokkrum stöðum í Hafnarfirði.

Sunnudaginn 19. og mánudaginn 20. desember  verða allar vörur Arfleifðar til sölu á sýningunni „Eitthvað íslenskt“  Skólavörðustíg 14 í Reykjavík. Þetta er glæsileg samsýning nokkurra listamanna og hönnuða og verður opin milli kl 10:00-22:00 þessa daga.

Á meðfylgjandi hlekk er grein sem birtist í  blaðhlutanum „Jólagjöfin hennar“ í  Fréttablaðinu þriðjudaginn 14. desember.  Þar segir að Ágústa veiti persónulegar og góðar ráðleggingar um gjafaval  "Ég er orðin ansi nösk á að hjálpa herrunum að finna hina fullkomnu gjöf, þeir lýsa dömunni og ég ramba á það rétta."


Samdægurs fékk Ágústa mikið af hringingum frá karlmönnum sem lýstu útliti og háttarlagi kvenna sinna, hvaða hluti þær ganga með dags daglega, uppáhaldsliturinn, verðhugmyndir og fleira sem auðveldar Ágústu að aðstoða karlmenn við að  finna það sem slær algjörlega í gegn hjá konunni á aðfangadagskvöld.

Ágústa býður alla hjartanlega velkomna á þessa viðburði og sýningar.

Blaðagrein: http://vefblod.visir.is/index.php?s=4652&p=104662

Nýjar vörur í dálknum “for sale” á: www.arfleifd.is

Og látlaust nýjar myndir og upplýsingar á facebook síðu Arfleifðar http://www.facebook.com/#!/pages/Arfleifd/109087672458697 og hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr verslununinni.

Arfleifð

 

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is