Fréttir
16.12.2010 - Bókasafnið á aðventunni
 

Í vetur hafa börnin á Kríudeild farið á bókasafnið einu sinni í mánuði en heimsóknin í desember var þó aðeins frábrugðin venjulegri bókasafnsferð þar sem jólabækurnar voru skoðaðar.  Einnig fengu eldri börnin á Krummadeild að kíkja á bókasafnið.  Á bókasafninu skoðuð börnin nýjar og gamlar bækur, kíktu í jólabækur og síðan var lesið upp úr jólabók, Kristrún bókavörður gaf okkur piparkökur sem voru mjög vinsælar enda fátt betra en að gleyma sér með góða bók og piparköku við höndina.  Við þökkum kærlega fyrir okkur.

 


Að hlusta á sögu


Með piparköku


Að skoða bækurnar


Sáum þessa jólagæs á leiðinni til baka í leikskólann.  Hún kom svo og heimsótti okkur í leikskólann og hefur nú fengið nafnið Salka.  Þannig að ef þið sjáið hana Sölku þá er hún vinur okkar !!


Smellið á myndina og þið sjáið fleiri myndir frá bókasafnsferðinni

ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.18:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.18:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is