Fréttir
22.12.2010 - Opnunartími í Löngubúð yfir hátíðarnar
 

Þorláksmessa, 23.desember: Talið niður í jólin með jólaglöggi og kertaljósum frá 21:00 til 23:30.

Annar í jólum, 26.desember: Spilakvöld: Húsið opið fyrir gesti og gangandi að hittast og spila borðspilin sem leyndust í pökkunum þetta árið eða jafnvel bara uppí hillu. Auk þess verða spil á staðnum. Opið 21:00 til 23:30.

Fimmtudagur, 30.desember: Vegna áskorana hefur verið ákveðið að koma fyrir enn einu PubQuizi árið 2010. Það verður í höndum sigurvegaranna í síðustu keppni, Gísla Hjörvars og Natans. Húsið opnar 21:00 og leikar hefjast 21:30.

Starfsfólk Kvennasmiðjunnar vill að lokum þakka Djúpavogsbúum og öðrum gestum sem lögðu leið sína í Löngubúð kærlega fyrir árið sem nú rennur brátt sitt skeið.

Sjáumst árið 2011!              

Jólakveðjur, Langabúð

Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:S
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti: °C
Vindátt:
Vindhraði: m/sek
Vindhviður: m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:3,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is