Fréttir
27.12.2010 - Hækkun á aldurstakmarki / ný reglugerð tekur gildi um áramót
 

Sundlaug Djúpavogshrepps -  foreldrar/ábyrgðarmenn athugið !!!

Aldurstakmark barna í sund á almennum sund- og baðstöðum á Íslandi er í dag með þeim hætti að yngri en 8 ára þurfa fylgdarmann sem þarf að vera orðin 14 ára.

Samkvæmt nýrri reglugerð um almenna sund- og baðstaði á Íslandi munu aldursmörk taka breytingum og hækka nú um áramótin þannig að frá og með 1. janúar 2011 eru börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.  
Viðkomandi má ekki hafa með sér fleiri en tvö börn, nema ef um er að ræða foreldri eða forráðamann. 

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. tölul. 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna. Reglugerðin er einnig sett að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið hvað varðar öryggisráðstafanir á sund- og baðstöðum, sbr. ákvæði 14. gr. íþróttalaga nr. 64/1998.

Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2011. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 457/1998 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Umhverfisráðuneytinu, 12. október 2010.   Svandís Svavarsdóttir.

Foreldrar/forráðamenn barna eru hér með vinsamlega beðnir um að virða aldursmörk þessi frá 1 jan. næstkomandi.

                                                                                                                                        Forstöðum. ÍÞMD


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is