Fréttir
21.01.2011 - Þorrablót leikskólans
 

Til hamingju með bóndadaginn og komu þorrans.  Í dag héldu leikskólabörnin Þorrablót með öllu tilheyrandi.  Við höfðum æft þorraþrælinn fyrir blótið og svo útbjuggu börnin á Kríudeild auglýsingu um þorrablótið sem sett var í fataklefanum og hefur vakið mikla athygli meðal allra sem koma í leikskólann.  Byrjað var á því að slá upp dansleik með því gera salinn ballhæfann.  Síðan hittust báðar deildirnar í salnum og farið var í Hókí pókí, dansaður Fugladansinn og Makarena auk þess sem tjúttað var við Gördjöss og Latabæ.  Þegar öll dansorka var búin var fóru börnin inn á deildir og fylltu á orkubirgðirnar með íþróttanammi í ávaxtatímanum.  Síðan var gefin smá tími til að leika sér áður en maturinn hófst.  Þegar átið hófst var opnað í salinn þannig að allir krakkarnir í leikskólanum sátu saman og var boðið upp á þorramat, bæði súrt og ósúrt.  Börnin voru dugleg að smakka allt, hvot heldur sem það var súr hvalur, hákarl eða harðfisk.  Þó var það svo að ívið meira fór af hangikjötinu, slátrinu og lifrarpylsunni heldur en því súra.  En nokkur börn borðuð vel af súrmatnum og hákarlinum þó önnur hafi bara látið nægja að smakka hann.  Eftir matinn fengu svo allir íspinna í eftirrétt enda svo dugleg að smakka og borða.

 


Að dansa superman


Á tjúttinu


Allir að smakka


Dugleg að smakka


Tekið vel til matar síns

Fleiri myndir hér

ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:14 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is