Fréttir
09.02.2011 - Þakkarbréf
 

Þann 4. október 2010 varð stórslys í álverinu MALT í Ungverjalandi, þar sem þúsundir tonna mengaðrar rauðrar leðju helltust út í umhverfið. Þrjú þorp nálægt álverinu urðu fyrir leðjunni sem flæddi inn í þau. Hundruðir manna sluppu með því að klifra upp á þök húsa sinna. Því miður hurfu tíu íbúar. Nokkrum dögum seinna fundust þeir látnir þar sem þeir höfðu drukknað í menguðu leðjunni. Slysið olli einnig miklu fjárhagslegu tjóni, sem er metið á 50-55 milljarða forintna, eða um 29-32 milljarðar íslenskra króna. Um 225 eignir í Devecser urðu algjörlega óbyggilegar, sem og þrjátíu og fjórar eignir í Kolontár og tvær í Somlóvásárhely.

Ungverska ríkisstjórnin stofnaði neyðarreikninga þar sem fólk alls staðar í heiminum gat lagt inn á og styrkt þá sem höfðu orðið fyrir tjóni vegna slyssins.

Síðan að stórslysið varð hafa verkfræðingar byggt stíflu, til að minnka líkurnar á öðru mengunarflóði sem þessu. Einnig hafa ungversk yfirvöld sett upp neyðarskýli handa þeim sem urðu fyrir tjóni . Til stendur að nota peningana sem hafa safnast  til að byggja nýjar eignir handa þeim sem misstu eigur sínar.

Alls söfnuðust 1.750.791.133 ungverskar forintur inn á styrktarreikningana, eða um einn milljarður íslenskra króna.

Mig langar að tjá þakklæti mitt til allra þeirra Íslendinga og annarra þjóða sem hjálpuðu til fjárhagslega. Allir peningar sem söfnuðust hér á landi voru færðir yfir á neyðarreikning ungversku ríkissjórnarinnar þann 29. nóvember 2010.

Gabrieli Kiss József

Þann fjórða október 2010 varð stórslys í álverinu MALT   í Ungverjalandi,  þar sem þúsundir tonna mengaðrar rauðrar leðju helltust út í umhverfið.  Þrjú þorp nálægt álverinu urðu fyrir leðjunni sem  flæddi inn í þorpin.  Hundruðir manna sluppu  með því að klifra upp á þök húsa sinna. Því miður hurfu tíu íbúar. Nokkrum dögum seinna fundust þeir látnir þar sem þeir höfðu drukknað í menguðu leðjunni.  Slysið olli einnig miklu fjárhagslegu tjóni, sem er metið upp á 50-55 milljarða forintna, eða um 29-32 milljarðar íslenskra króna. Um tvö hundruð tuttugu og fimm eignir í Devecser urðu algjörlega óbyggilegar, sem og þrjátíu og fjórar eignir í Kolontár og tvær í Somlóvásárhely.

Ungverska ríkisstjórnin stofnaði neyðarreikninga þar sem fólk allstaðar í heiminum gat lagt inn á og styrkt þá sem höfðu orðið fyrir tjóni vegna slyssins.

Síðan að stórslysið varð hafa verkfræðingar byggt stíflu, til að minnka líkurnar á öðru mengunarflóði sem þessu. Einnig hafa ungversk yfirvöld sett upp neyðarskýli handa þeim sem urðu fyrir tjóni . Til stendur að nota peningana sem hafa safnast  til að byggja nýjar eignir handa þeim sem misstu eigur sínar. U.þ.b.  1.750.791.133 ungverskar forintur  söfnuðust inn á styrktarreikningana, eða um einn milljarður íslenskra króna.

Mig langar að tjá þakklæti mitt til allra þeirra Íslendinga og annarra þjóða sem hjálpuðu til fjárhagslega . Allir peningar sem söfnuðust hér á landi voru færðir yfir á neyðarreikning ungversku ríkissjórnarinnar þann 29. nóvember 2010.

 

Gabrieli Kiss József


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is