Fréttir
08.03.2011 - Úti að leika
 

Í vikulegri tiltekt hér á skrifstofunni fundust nokkuð merkileg myndskeið sem talin eru hafa verið tekin þegar sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs funduðu uppi á Öxi í lok janúar sl.

Það verður þó að teljast skrítið því eins og allir vita eiga menn ekki að vera að leika sér í vinnunni, allra síst stjórnsýslumenn, en ljóst er að þarna er um hreinræktaðan leik að ræða, jafnvel skrípaleik og það á meðan sótsvartur almúginn þurrkar sultardropana af nefinu á sér, kófsveittur við að draga björg í bú.

Hvernig sem á þessu öllu stendur eru myndböndin nokkuð glettin, jafnvel gráglettin og þar af leiðandi vel hægt að hafa gaman af þeim.

Við hér á heimasíðu Djúpavogshrepps viljum þó beina þeim vinsamlegu tilmælum til yfirmanna okkar og pólítískra leiðtoga að svona uppátæki um hábjartan vinnudag séu ekki vel séð og það sé sannarlega ekki það sem sveitarfélagið þarf á að halda, að fyrirmenni þess séu "úti að leika" á þessum síðustu og verstu tímum.

ÓB


Oddvitinn á ****gatinu

Sveitarstjórinn á bambanum


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.16:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.16:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.16:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is