FrÚttir
16.03.2011 - Spurningakeppni Neista 2011 - 2. kv÷ld
 

Í gærkvöldi fór fram annar riðill í spurningakeppni Neista. Langabúð var þétt setin og góð stemmning í salnum.

Fyrst öttu kappi kennarar Grunnskólans gegn nemendum sínum. Eftir hraðaspurningar voru nemendur tveimur stigum yfir og ljóst að börnin fá góða kennslu í skólanum okkar. Kennurum tókst þó með herkjum að hafa betur gegn nemendum sínum með góðum lokaspretti og sigruðu 20-19.

Þá mættust Samkaup og H.B.Grandi og má segja að úrslitin þar hafi endurspeglast i skyráti liðanna, Billi át eins og vindurinn en Heiða var öllu settlegri í þessu og tók sér sinn tíma. Úrslitin í þessari viðureign urðu 21-8 fyrir H.B.Granda.

Í úrslitarimmunni þetta kvöldið mættust því kennarar og H.B. Grandi. Ljóst var frá upphafi að Granda-menn voru ákveðnari og hungraðri í sigurinn. Því það fór svo að H.B. Grandi vann kennara nokkuð örugglega 29-17.

Það er þá orðið ljóst að H.B. Grandi og Við Voginn eru komin með öruggt sæti á úrslitakvöldi keppninnar.

Síðasta riðlakeppnin fer svo fram sunnudaginn 20. mars, þar sem mætast Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum annarsvegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hinsvegar. Að venju byrjum við kl. 20:00 í Löngubúð, 500 kr. inn og frítt fyrir ófermda. 

Myndir má sjá hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.04:00:00
Hiti:7,2 ░C
Vindßtt:VSV
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:7,3 ░C
Vindßtt:VSV
Vindhra­i:1 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.04:00:00
Hiti:6,5 ░C
Vindßtt:Logn
Vindhra­i:0 m/sek
Vindhvi­ur:1 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 03.6.2020
smmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is