Fréttir
24.03.2011 - Spurningakeppni Neista 2011 - 3. kvöld
 

Þriðji og síðasti riðill í spuningakeppni Neista fór fram síðastliðið sunnudagskvöld. Þar áttust við Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðuml annars vegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hins vegar.
 
Viðureign Djúpavogshrepps og Ferðaþjónustunnar var nokkuð hörð og ljóst að bæði liðin voru staðráðin í að vinna. Fyrir lokahrinuna var staðan 19-16 fyrir Ferðaþjónustunni og enn 7 stig í pottinum. Á lokasprettinum voru Ferðaþjónustumenn eldsnöggir á ljósunum og náðu að svara síðustu spurningunum og unnu 23-16.

Þá mættust Kirkjukórinn og Vísir hf. Í byrjun virtist Vísir hf. ætlað að fara nokkuð létt með Kórinn, því eftir hraðaspurningar var staðan 13-7 fyrir Vísi.  Þá setti lið Kórsins í fluggírinn og fyrir lokahrinuna var staðan 14-15 fyrir Vísi. Þegar Gauti hafði spurt lokaspurningarinnar var ljóst að það þurfti framlengingu til fá fram sigurvegara því staðan var 17-17. Í framlengingunni hafði Kórinn betur og vann Vísi með 19 stigum gegn 18.
 
Í úrslitaviðureigninni mættust því Kórinn og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum. Nokkuð ljóst var frá upphafi þeirrar viðureignar að ferðaþjónustumenn voru ákveðnir að vinna, þeir höfðu nokkuð örugga yfirhönd allan tímann og lönduðu öruggum sigur 23-15.

Að þessum síðasta riðli afloknum er ljóst hvaða lið taka þátt í lokakeppni spurningakeppninnar, en það eru lið; Við Voginn, H.B. Granda, Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum og Kvenfélagsins Vöku, sem kemur inn sem stigahæsta tapliðið.
 
Sigurvegarar 3. riðils, Ferðaþjónustan, fékk svo að draga sér mótherja til að kljást við á lokakvöldinu og drógu þeir Kvenfélagið. Það er því ljóst að laugardaginn 26. mars kl. 20:00 á Hótel Framtíð munu eigast við:

Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum - Kvenfélagið Vaka   
HB-Grandi - Við Voginn

Búist er við líflegri keppni og eins og venja er verður lokakeppnin örlítið frábrugðin undanförnum keppnum og óhætta að segja að keppendur fái að reyna á ýmsa hæfileika...

Hótel Framtíð verður með ýmislegt gott á boðstólnum og að venju kostar 500 kr. inn, frítt fyrir ófermda.

Myndir frá þriðja kvöldinu má sjá með því að smella hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:20 m/sek
Vindhviður:27 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:18 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is