FrÚttir
25.03.2011 - Munurinn ß flˇ­i og fj÷ru ß ofurtungli
 

Eins og fjallað var um í fjölmiðlum um síðastliðna helgi þá var svokallað "ofurtungl" á laugardaginn sl., en það þýðir að tunglið er eins nálægt jörðu og það getur orðið. Það er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en þetta hefur gerst 15 sinnum á síðustu 400 árum. Þá var einnig stórstreymt, þar sem um fullt tungl var að ræða og þegar þetta tvennt fer saman er munurinn á flóði og fjöru ansi mikill.

Undirritaður fylgdist mikið með þessu um síðustu helgi og fram í vikuna. Það er sérstaklega gaman að vera á háfjöru úti á söndum og sjá hversu mikið land kemur í ljós þegar svo mikil fjara er. Þá er ekki síður magnað að vera staddur þar þegar háflóð er eins og var á mánudag og þriðjudag.

Munurinn var töluverður á mánudag, miðað við meðaltal hér á Djúpavogi, eða 2.38 metrar. Á landsvísu er það reyndar alls ekki mikið en til samanburðar er munur flóðs og fjöru einna mestur á nokkrum stöðum við Breiðafjörð, þar sem hann er um 4,1 m í stórstreymi, samkvæmt töflum Sjómælinga.

Til gamans má geta að mesti munur flóðs og fjöru er við Fundyflóa í Kanada, þar sem sjórinn flæðir inn í flóann á flóði og hækkar yfirborð sjávar um 12 metra.

Meðfylgjandi myndir sýna hvernig munurinn á flóði og fjöru getur verið hér á svæðinu. Fyrir neðan þær eru einnig myndbönd sem tekin voru á vettvangi á mánudag og þriðjudag.

ÓB

 

Vogurinn á háfjöru, mánudaginn 21. mars

Vogurinn á háflóði, mánudaginn 21. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háflóði, mánudaginn 21. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háflóði, þriðjudaginn 22. mars

Æðarsker á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Æðarsker á háfjöru, sunnudaginn 20. mars. Myndin tekin frá Langhólma

Æðarsker á háflóði, þriðjudaginn 22. mars. Myndin tekin úr Langhólma.

Ormsbæli á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Ormsbæli á háfjöru, sunnudaginn 20. mars. Myndin tekin frá Langhólma.

Ormsbæli á háflóði, mánudaginn 21. mars. Myndin tekin úr Kiðhólma.

Ormsbæli á háflóði, mánudaginn 21. mars

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Kiðhólma, 29. janúar 2011 á hefðbundnu flóði.

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Kiðhólma, mánudaginn 21. mars á "ofurtunglsflóði".

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Sandey, 6. mars 2011 á fjöru.

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Sandey, þriðjudaginn 22. mars á háflóði.

 

Í lokin eru svo tvö myndbönd, annað þeirra tekið mánudaginn 21. mars og hitt þriðudaginn 22. mars. Þau sýna staðkunnugum glögglega hversu mikið flóð var þessa daga.

Tekið við Langhólma, mánudaginn 21. mars. Sjórinn flæðir vel upp fyrir hólmann.

Tekið við Sandey, þriðjudaginn 22. mars. Þarna var orðið nánast ófært fyrir fótgangandi yfir í Sandey. Hugsanlega hefði verið hægt að sæta lagi á góðum vaðstígvélum en undirritaður lét það vera.


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.01:00:00
Hiti:8,0 ░C
Vindßtt:VSV
Vindhra­i:1 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:6,8 ░C
Vindßtt:V
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:3 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.01:00:00
Hiti:7,3 ░C
Vindßtt:VNV
Vindhra­i:1 m/sek
Vindhvi­ur:2 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 03.6.2020
smmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is