Fréttir
01.04.2011 - Úrslit í ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2010
 

Nú hefur dómnefnd í ljósmyndasamkeppninni "Djúpivogur 2010" hist og komist að niðurstöðu um þrjár bestu myndirnar í keppninni. Dómnefndin var að þessu sinni skipuð Óskari Ragnarssyni, en hann vann keppnina Djúpivogur 2008, Hugrúnu Malmquist og Ólafi Áka Ragnarssyni.

Alls bárust í keppnina 63 myndir frá 25 þátttakendum, sem er töluvert minna en árið 2008 en þá bárust 113 myndir frá 46 þátttakendum. Mestu munar sjálfsagt um að töluvert minna barst af myndum frá útlendingum í ár.

Framantalið breytti því þó ekki að starf dómnefndar var ekki öfundsvert, enda fjölmargar glæsilegar myndir sem bárust. Tekið skal fram að dómnefndin vissi ekki hverjir höfundar myndanna voru fyrr en eftir að búið var að skila inn ákvörðun um vinningshafa.

Hér að neðan gefur að líta þær myndir sem lentu í efstu þremur sætunum.

Með því að smella hér er síðan hægt að skoða allar myndir sem bárust í keppnina.

ÓB

 

 


3. sæti - Sænes á útleið - Höfundur Kristján Ingimarsson, Djúpavogi.
Í umsögn dómnefndar segir: Frábær silúetta af þessum bát á leið út í magnaðri birtu sem við fengum að sjá ansi oft í lok árs 2010. Góð myndbygging þar að auki


2. sæti - Brimgarður - Höfundur: Sigurður Jóhannesson, Reykjavík
Umsögn dómnefndar: Skemmtilegir litir og góð myndbygging kemur þessari mynd í 2. sætið


1. sæti - Toppmynd - Höfundur: Anna Björk Guðjónsdóttir, Egilsstöðum
Umsögn dómnefndar: Við vorum öll sammála um að þetta væri besta myndin. Hún er kannski ekki best tæknilega séð en vakti mesta athygli hjá okkur, aðallega út af fólkinu sem sést fyrir neðan tindinn (Búlandstind) en þar sést vel hve lítil við erum í samanburði við náttúruna. Frábær mynd.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:2,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is