Fréttir
29.04.2011 - Brúðkaup aldarinnar ?
 

Börnin á leikskólanum Bjarkatúni fyljast sko alveg með því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi enda varla fjallað um annað þessa dagana en brúðkaup þeirra William og Kate í Bretlandi.  Þegar börnin mættu í morgunsárið snérist umræðan milli barnanna um prinsessuna Kate og William prins.  Þessi mikli áhugi þeirra varð til þess að kennarar deildarinnar fóru að finna myndir af þeim tilvonandi hjónakornum sem börnin gætu litað og var það auðfundið á netinu.  Síðan var sjónvarpið sett upp í salnum svo börnin gætu nú fylgst með þessu konunglega brúðkaupi.  Ekki voru nú samt allir með á nótunum þó áhuginn hafi smitað út frá sér en einn strákurinn á Kríudeild spurði kennarann sinn að því hvenær þau ætluðu eiginlega að fara að horfa á þessa prinsessumynd?  En það var greinilegt að stúlkurnar voru aðeins áhugasamari heldur en strákarnir. 

Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá skín áhuginn á þessu úr hverju andliti.


Börn sitja og fylgjast með komu Kate til kirkjunnar


Það var mikil umræða um það hvernig kjóllinn hennar yrði á litinn..bleikur, rauður eða ??


Bæði stórir og smáir fylgdust með

Þs


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:A
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is