Fréttir
14.05.2011 - Annar í Hammond 2011
 

Ein af bókum Guðbergs Bergssonar heitir „Tómas Jónsson – metsölubók“. Sögurnar í henni eru sagðar af karlægu gamalmenni með þessu nafni. Í gær hittum við fyrir lagkært ungmenni og afburða efnilegan hammondleikara, Tómas Jónsson, sem hefur flest til að bera að verða "metsölubók" á íslenska tónlistarsviðinu. Í því sambandi er nóg að benda á að honum var á tónleikunum í gær ætlað að fylla sæti heiðursverðlaunahafa íslensku tónlistarverðlaunanna, Þóris Baldurssonar.

POTTÞÉTT KVÖLD

Við erum semsagt að tala um tónleika föstudagskvöldsins en þá var kynnt til sögunnar blúslandsliðið á Íslandi, sem Dóri Braga hefur af vinsemd við Djúpavog og Svavar Sigurðsson teflt fram öll árin utan eitt, þegar Eyjafjallajökull sýndi á sér klærnar og hamlaði því að Dóri kæmist á réttum tíma á Djúpavog. Sjá umfjöllun um Hammondhátíð 2010

Með Dóra á sviðinu fyrir hlé þetta kvöld voru m.a trommarinn Jóhann sterki Hjörleifsson og bassaleikarinn Róbert knái Þórhallsson. Hinn síðarnefndi var að koma hingað í þriðja sinn, að við teljum og jafnan aufúsugestur. Þá var í för með Dóra Guðmundur (ekki nokkur) Pétursson og hann var að sýna á sér klærnar hér einnig í þriðja sinn.Téður Tómas Jónsson var eingöngu í hið fyrsta en vonandi ekki síðasta. Dóri sjálfur var að koma í fimmta sinn og sem áður hafði hann tekið að sér að vera landsliðsþjálfari en greinilegt var að hann hafði tilnefnt Guðmund Pétursson sem aðstoðarlandsliðsþjálfara, auk þess að virkja hann í söngnum fyrir hlé. Var það var kærkomin nýbreytni fyrir Hammondhátíðargesti að hlusta á blússkotna rödd hans, sem hann hefur lítið beitt hér meðal vor.

Við ætlum ekki að hafa mörg orð um frammistöðu hvers og eins, enda er það tryggt vörumerki og ávísun á frábæra spilara og góða stemmningu, þegar Dóri Braga mætir með félögum sínum á Hammondhátíð á Djúpavogi. Þó verður ekki hjá því komist að nefna stórkostlega frammistöðu Guðmundar Péturssonar, sem tók hvert heimsklassa sólóið á fætur öðru eins og að drekka bráðið blý með nefinu.

Hins vegar hefði ekki komið að sök að hafa líflegar kynningar á lögunum fyrir hlé, þó að það sé vissulega ákveðinn stíll yfir því að renna sér hægt og hljótt inn í næsta lag þegar einu er lokið.

Síðasta lag fyrir hlé var hið þekkta Shadowslag Sleep walk, sem reyndar fjölmargar hljómsveitir hafa tekið upp á strengi sína. Margir halda eflaust að það sé eftir Marvin, Welch og Farrar, en hið rétta er að lagið sömdu bræðurnir Santo og Johnny Farina árið 1959.

Eftir hlé bættist skrautfjöður í hatt Dóra Braga þegar Páll Rósinkranz steig á svið. Hann var að koma hingað í fyrsta skipti, en átti reyndar að vera á fyrstu hátíðinni, 2006, bresti okkur ekki minni. Palli er afburðasöngvari og kunnu tónleikagestir svo sannarlega að meta framlag hans og þeirra félaga. Hann átti það til að kynna lögin stuttlega, sem átti vel við að okkar mati. Eftirminnilegum tónleikum lauk rúmlega ellefu og klöppuðu um 200 áheyrendur þeim félögum verðskuldað lof í lófa.

Þá verður að minnast á þátt hljóðmannsins, Guðjón Birgis Jóhannssonar, sem stóð sig svo sannarlega í stykkinu líkt og fyrsta kvöldið. Að öðru leyti vísum við  til framlags hans í umfjöllun okkar frá því í gær.

Í kvöld verða hinir þekktu Baggalútsmenn með tvöfalda skemmtun. Kl. 19:00 opnar Hótel Framtíð fyrir Hammondhátíðargesti og þá ætla þeir með sínu nefi að kynna úrslitakeppnina í Eurovision. Fljótalega eftir að sigurlagið hefur verið kunngjört stíga þeir á svið með sitt eiginlega prógramm og verður sjón (heyrn) eflaust sögu ríkari.

Myndirnar með umfjölluninni hér að ofan tóku sem fyrr Birgir Th. Ágústsson og Andrés Skúlason.

ób/bhg/ób

Pottþétt kvöld

 

Ein af bókum Guðbergs Bergssonar heitir „Tómas Jónsson – metsölubók“. Sögurnar í henni eru sagðar af karlægu gamalmenni með þessu nafni. Í gær hittum við fyrir lagkært ungmenni og afburða efnilegan hammondleikara, Tómas Jónsson, sem hefur flest til að bera að verða "metsölubók" á íslenska tónlistarsviðinu. Í því sambandi er nóg að benda á að honum var á tónleikunum í gær ætlað að fylla sæti heiðursverðlaunahafa íslensku tónlistarverðlaunanna, Þóris Baldurssonar.

 

Við erum semsagt að tala um tónleika föstudagskvöldsins en þá var kynnt til sögunnar blúslandsliðið á Íslandi, sem Dóri Braga hefur af vinsemd við Djúpavog og Svavar Sigurðsson teflt fram öll árin utan eitt, þegar Eyjafjallajökull sýndi á sér klærnar og hamlaði því að Dóri kæmist á réttum tíma á Djúpavog. Sjá (HH 2010)

 

Með Dóra á sviðinu fyrir hlé þetta kvöld voru m.a trommarinn Jóhann sterki Hjörleifsson og bassaleikarinn Róbert knái Þórhallsson. Hinn síðarnefndi var að koma hingað í þriðja sinn, að við teljum og jafnan aufúsugestur. Þá var í för með Dóra Guðmundur (ekki nokkur) Pétursson og hann var að sýna á sér klærnar hér einnig í þriðja sinn.Téður Tómas Jónsson var eingöngu í hið fyrsta en vonandi ekki síðasta. Dóri sjálfur var að koma í fimmta sinn og sem áður hafði hann tekið að sér að vera landsliðsþjálfari en greinilegt var að hann hafði tilnefnt Guðmund Pétursson sem aðstoðarlandsliðsþjálfara, auk þess að virkja hann í söngnum fyrir hlé. Var það var kærkomin nýbreytni fyrir Hammondhátíðargesti að hlusta á blússkotna rödd hans, sem hann hefur lítið beitt hér meðal vor.

 

Við ætlum ekki að hafa mörg orð um frammistöðu hvers og eins, enda er það tryggt vörumerki og ávísun á frábæra spilara og góða stemmningu, þegar Dóri Braga mætir með félögum sínum á Hammondhátíð á Djúpavogi. Þó verður ekki hjá því komist að nefna stórkostlega frammistöðu Guðmundar Péturssonar, sem tók hvert heimsklassa sólóið á fætur öðru eins og að drekka bráðið blý með nefinu.

 

Hins vegar hefði ekki komið að sök að hafa líflegar kynningar á lögunum fyrir hlé, þó að það sé vissulega ákveðinn stíll yfir því að renna sér hægt og hljótt inn í næsta lag þegar einu er lokið.

 

Síðasta lag fyrir hlé var hið þekkta Shadowslag Sleep walk, sem reyndar fjölmargar hljómsveitir hafa tekið upp á strengi sína. Margir halda eflaust að það sé eftir Marvin, Welch og Farrar, en hið rétta er að lagið sömdu bræðurnir Santo og Johnny Farina árið 1959.

 

Eftir hlé bættist skrautfjöður í hatt Dóra Braga þegar Páll Rósinkranz steig á svið. Hann var að koma hingað í fyrsta skipti, en átti reyndar að vera á fyrstu hátíðinni, 2006, bresti okkur ekki minni. Palli er afburðasöngvari og kunnu tónleikagestir svo sannarlega að meta framlag hans og þeirra félaga. Hann átti það til að kynna lögin stuttlega, sem átti vel við að okkar mati. Eftirminnilegum tónleikum lauk rúmlega ellefu og klöppuðu um 200 áheyrendur þeim félögum verðskuldað lof í lófa.

 

Þá verður að minnast á þátt hljóðmannsins, Guðjón Birgis Jóhannssonar, sem stóð sig svo sannarlega í stykkinu líkt og fyrsta kvöldið. Að öðru leyti vísum við  til framlags hans í umfjöllun okkar frá því í gær.

 

Í kvöld verða hinir þekktu Baggalútsmenn með tvöfalda skemmtun. Kl. 19:00 opnar Hótel Framtíð fyrir Hammondhátíðargesti og þá ætla þeir með sínu nefi að kynna úrslitakeppnina í Eurovision. Fljótalega eftir að sigurlagið hefur verið kunngjört stíga þeir á svið með sitt eiginlega prógramm og verður sjón (heyrn) eflaust sögu ríkari.

 

Myndirnar með umfjölluninni hér að ofan tóku sem fyrr Birgir Th. Ágústsson og Andrés Skúlason.

 

ób/bhg/ób


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is