Fréttir
31.05.2011 - Er lið úr Djúpavogshreppi í ensku úrvalsdeildinni ?
 
Er lið úr Djúpavogshreppi í ensku úrvalsdeildinni ?
Glöggir menn hafa tekið eftir því að Djúpavogshreppur getur gert tilkall til eins af liðunum í úrvalsdeildinni í enska boltanum.
Vissulega er það þannig að margir hér eins og annars staðar halda með „stóru liðunum“, en hæpið er að segja að þar með eigi einhver staður það hið sama lið.
Á Íslandi er alkunna að mörg lið eru kennd við staði. Má þar nefna; Fjarðabyggð, Grindavík, Selfoss o.s.frv. Með það í huga getum við eignað okkur nýjasta spútnik-liðið í ensku úrvalsdeildinni. Þannig háttar til, að velska liðið Swansea vann Reading í umspilsleik um úrvalsdeildarsæti í gær 4 – 2 og varð þannig þriðja liðið úr 1. deildinni til að tryggja sér setu í efstu deildinni alla vega næsta ár. Flestir myndu útleggja orðið Swansea sem „Svanavatnið“, en hví ekki að þýða það með staðarheitinu „Álftafjörður“.
Þar með gætum við (og einnig íbúar Álftafjarðar við Ísafjarðardjúp) gert tilkall til liðsins.
Fyrir þá íbúa Djúpavogshrepps, sem ekki eiga sérstakt uppáhaldslið í ensku deildinni, er hér komið tilvalið tækifæri að taka ástfóstri við lið Álftafjarðar. Jafnvel kemur til greina að stofna aðdáendaklúbb á hausti komanda, þegar deildin byrjar af krafti. 
Áfram Álftafjörður !
 
BHG / BR (byggt á ábendingu frá KI)

Glöggir menn hafa tekið eftir því að Djúpavogshreppur getur gert tilkall til eins af liðunum í úrvalsdeildinni í enska boltanum.

Vissulega er það þannig að margir hér eins og annars staðar halda með „stóru liðunum“, en hæpið er að segja að þar með eigi einhver staður það hið sama lið.

Á Íslandi er alkunna að mörg lið eru kennd við staði. Má þar nefna; Fjarðabyggð, Grindavík, Selfoss o.s.frv. Með það í huga getum við eignað okkur nýjasta spútnik-liðið í ensku úrvalsdeildinni. Þannig háttar til, að velska liðið Swansea vann Reading í umspilsleik um úrvalsdeildarsæti í gær 4 – 2 og varð þannig þriðja liðið úr 1. deildinni til að tryggja sér setu í efstu deildinni alla vega næsta ár. Flestir myndu útleggja orðið Swansea sem „Svanavatnið“, en hví ekki að þýða það með staðarheitinu „Álftafjörður“.

Þar með gætum við (og einnig íbúar Álftafjarðar við Ísafjarðardjúp) gert tilkall til liðsins.
Fyrir þá íbúa Djúpavogshrepps, sem ekki eiga sérstakt uppáhaldslið í ensku deildinni, er hér komið tilvalið tækifæri að taka ástfóstri við lið Álftafjarðar. Jafnvel kemur til greina að stofna aðdáendaklúbb á hausti komanda, þegar deildin byrjar af krafti. 

Áfram Álftafjörður !
 
BHG / BR (byggt á ábendingu frá KI)


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:22 m/sek
Vindhviður:28 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is