Fréttir
06.06.2011 - Meðan fæturnir bera mig - á Djúpavogi
 

Um þessar mundir eru tvenn hjón að hlaupa hringinn í kringum landið til að safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ferðalagið hófst 2. júní sl. og á morgun, þriðjudaginn 7. júní ætlar hópurinn að hlaupa frá Hornafirði á Djúpavog, samtals 104 km.

Við hér á Djúpavogi ætlum að fjölmenna og sýna stuðning okkar með því að fylgja hlaupurunum frá afleggjaranum og út í þorp en hópurinn stefnir að því að vera við afleggjarann um kl. 17:00. Hægt er að fylgjast nákvæmlega með GPS staðsetningu hópsins á heimasíðu þeirra www.mfbm.is. Ef tímasetningar breytast mun koma tilkynning um það hér inn á heimasíðunni, fólk er því vinsamlegast beðið um að fylgjast vel með. 

Hver dagur hlaupsins er tileinkaður einu barni sem greinst hefur með krabbamein á Íslandi. Eru þetta börn sem hafa snert hlauparana á einne ða annan hátt. 

Þeir sem vilja leggja hlaupurunum lið geta farið inn á heimasíðu þeirra, www.mfbm.is og heitið á þá.

Það er einnig gaman að segja frá því að Hótel Framtíð á Djúpavogi ætlar að styrkja hópinn með því að bjóða upp á fría gistingu, kvöldverð og morgunmat. 

Fjölmennum því öll og tökum þátt í þessu stórglæsilega átaki með því að fylgja þeim frá afleggjaranum en fólk getur ráðið því hvort það hleypur eða gengur með hópnum. 

BR

Hver dagur hlaupsins er tileinkaður einu barni sem greinst hefur með krabbamein á íslandi. Eru þetta börn sem hafa snert hlauparana á einn eða annan hátt.
Hópnum hefur allstaðar verið vel tekið og hefur hópurinn varla hlaupið án fylgdar einn meter af leiðinni. Fyrirtæki hafa einnig verið dugleg við að styrkja hópinn.
Þeir sem vilja leggja hlaupurunum lið geta farið inn á heimasíðu þeirra, mfbm.is og heitið á þá.

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is