Fréttir
07.06.2011 - Meðan fæturnir bera mig - góðar móttökur á Djúpavogi
 

Eins og flestir vita eru tvenn hjón að hlaupa hringinn í kringum landið til að safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Um er að þau Svein Benedikt Rögnvaldsson og Signýju Gunnarsdóttur foreldra Gunnars Hrafns Sveinssonar, en hann greindist með bráðahvítblæði í janúar 2010. Með þeim í för eru Alma María Rögnvaldsdóttir, systir Sveins og Guðmundur Guðnason eiginmaður hennar. Hugmyndin að þessu hlaupi á rætur að rekja til veikinda Krumma, eins og Gunnar Hrafn er kallaður, og hófst ferðalagið 2. júní sl. Í dag hlupu þau frá Höfn í Hornafirði á Djúpavog.

Um 50 manns höfðu safnast saman við bæjarskiltið til að taka á móti þeim þegar þau beygðu út á Djúpavog, um kl. 17:15. Þar fengu þau góðar móttökur og gerðu örstuttan stans. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, bauð þeim upp á dýrindis berjasaft og gaf þeim að gjöf Djúpavogsfána og Neistabuff. Eftir stutta hvatningarkveðju sveitarstjórans héldu hlaupararnir áfram og nú í fylgd Djúpavogsbúa af öllum aldri sem hlupu með þeim inn í bæinn og niður að Hótel Framtíð.

Eftir hópmyndatöku fyrir framan Hótelið héldu hlaupagarparnir upp í Íþróttamiðstöð þar sem þeim var boðið í sund og eflaust hefur það verið kærkomið að setjast í heitu pottana eftir þetta 106 km hlaup frá Hornafirði.

Hótel Framtíð sá svo um að gefa þeim að borða í kvöld og býður þeim fría gistingu og morgunverð áður en þau hlaupa næstu leið, sem eru 85 km í Egilsstaði yfir Öxi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við komu þessara góðu gesta í dag.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:S
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is