Fréttir
19.08.2011 - Frá leikskólanum
 

Þá hefur leikskólinn hafið störf að nýju eftir sumarfrí.  Rólegt hefur verið á deildum því mörg barnanna eru enn í fríi en þau börn sem hafa mætt eru eldhress og kát.  Starfsfólkið virðist einnig koma vel hvílt úr sumarfríi og er mjög góður andi í húsinu.  Aðlögun nýrra barna stendur yfir og verða börnin þegar henni lýkur alls 36.  Deildarstjóri á yngri deild, Krummadeild, er Þórdís og deildarstjóri á eldri deild, Kríudeild er Guðrún.

Nýtt skipulag sameiginlegs skóla, Djúpavogsskóla, tók gildi 1. ágúst.  Skólastjóri er enn að ná áttum en er mjög bjartsýnn á að vel muni til takast ef allir leggjast á eitt.  Ákveðið hefur verið að viðvera skólastjóra verði eftirfarandi:

8:00 - 10:00       Alla daga í leikskólanum (málefni leikskólans)
10:00 - 12:30     Alla daga í grunnskólanum (málefni grunn- og tónskóla)
13:00 - 16:00     Þriðjudaga og fimmtudaga í leikskólanum (málefni leikskóla)
13:00 - 16:00     Mánudaga og miðvikudaga í grunnskólanum (málefni grunn- og tónskóla)

Ljóst er að stundum mun þessi tímarammi raskast og mun skólastjóri leitast við að auglýsa breytingar eins tímanlega og hægt er.

Yfirvofandi verkfall leikskólakennara setur okkur ekki út af laginu en ljóst er að ef af því verður mun starfið í leikskólanum leggjast af þangað til samningar nást.  Vonandi bera samninganefndir beggja aðila gæfu til þess að láta hagsmuni barnanna ganga fyrir.  Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, bæði á sunnudagskvöld og mánudagsmorgun, því oft er það nú þannig að samningar nást á síðustu stundu.  Því ef ekki næst að semja fyrir klukkan 7:45 mánudaginn 22. ágúst tekur leikskólinn ekki við börnum fyrr en verkfallið leysist.

HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is