Fréttir
15.09.2011 - Nemendaráð grunnskólans
 

Í vikunni var kosið í nýtt nemendaráð grunnskólans.  Alls voru það 8 nemendur sem buðu sig fram.  Kosningu hlutu:  Óliver Ás, Ragnar Sigurður, Anný Mist, Elísabet Ósk og Guðjón Rafn.  Fyrsti varamaður var kjörinn Bjarni Tristan.
Nemendaráð hélt sinn fyrsta fund í morgun og voru skólastjóri og ferða- og menningarmálafulltrúi með þeim á fundinum.  Fundurinn var mjög gagnlegur og skemmtilegur og fóru m.a. fram kosningar.  Nemendaráð skiptir þannig með sér verkum:
Formaður:  Ragnar Sigurður
Varaformaður:  Óliver Ás
Ritari:  Elísabet Ósk
Gjaldkeri:  Anný Mist
Meðstjórnendur:  Guðjón Rafn og Bjarni Tristan.

Eitt af því sem einnig var rætt á fundinum var gerð nýs Æskulýðsdagatals fyrir skólaárið 2011 - 2012.  Skólastjóri tók að sér að senda út póst til ýmissa félagasamtaka á svæðinu, með von um að einhverjir vilji koma að því að hlúa að æskunni á Djúpavogi.  Ef einhverjir, sem ekki fengu póst í dag frá skólastjóra, hafa áhuga á að koma að æskulýðsstarfinu þá er þeim velkomið að hafa samband við formann nemendaráðs, skólastjóra eða ferða- og menningarmálafulltrúa.  Stefnt er að því að gefa út æskulýðsdagatal fyrir haustönnina í næstu Bóndavörðu, sem kemur út í byrjun október.  Einnig á að virkja foreldra til þátttöku og verða þess mál m.a. rædd á væntanlegum kynningarfundi fyrir foreldra sem haldinn verður í grunnskólanum 29. þessa mánaðar.  HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is