Fréttir
25.10.2011 - Vetri fagnað
 

Nemendur og starfsfólk leikskólans fögnuðu vetri þann 21. október sl., en fyrsti vetrardagur var laugardaginn 22. október.  Hefð er fyrir því að halda uppá komu vetrarins með ýmsum hætti.  Ákveðið var að hafa þenna dag búningadag og mættu allir skemmtilegum búningum.  Starfsfólkið lét sitt ekki eftir liggja og blés til samkeppni um fallegasta búninginn.  Að öðrum ólöstuðum áttu Guðrún og Þórdís skemmtilegustu hugmyndina, en Guðrún var prinsessa sumarsins og Þórdís vetur konungur.  Léku þær leikrit fyrir börnin þar sem sumarið kvaddi og veturinn heilsaði.  Þannig fór svo að Þórdís sigraði keppnina um flottasta búninginn.  Börnin fengu síðan vetrarís í tilefni dagsins.  Myndir eru hér.  HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.17:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.17:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.17:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is