Fréttir
02.11.2011 - Dagar Myrkurs
 

Á morgun hefjast dagar myrkurs og að venju er dagskráin þétt yfir þessa daga. Hér verður birt hvað verður að gerast hvern dag, einnig er dagskráin í heild sinni í Bóndavörðunni sem kemur út á morgun fimmtudag.

Alla myrka daga:
Rökkur ratleikurinn 2011
. Leikurinn fer fram í rökkrinu á Djúpavogi og  gengur út á það að finna út hver heiðursdraugur hreppsins er þetta árið. Keppendur þurfa að líta við á 10 dularfullum stöðum dagana 4.-13. nóvember og safna vísbendingum. Þann 13. nóvember geta keppendur fundið út hver heiðursdraugurinn er og skilað nafni hans inn í draugadósina sem staðsett verður á endastöðinni. Fyrsta vísbending verður afhent á Hótel Framtíð föstudaginn 4. nóvember - eftir að skyggja tekur. Keppendur geta verið á öllum aldri og keppt sem einstaklingar eða hópar.
Ljósmyndakeppni á meðan á Dögum Myrkurs stendur yfir. Myndirnar verða sýndar á heimasíðu Djúpavogshrepps. Fólk beðið um að senda inn dularfullar og drungalegar myndir frá Djúpavogi (leyfilegt að nota „photoshop“). Myndir sendast á netfangið helgarun@djupivogur.is.

Fimmtudagur 3. nóvember:
Leikskólinn – Dimmur leikskóli enda dagar myrkurs að byrja. Ýmis föndurvinna sem tengist þemanu okkar sem verður þetta árið: Tröll!! Börnin búa til gifskertastjaka, mála þá og síðan verða þeir staðsettir í glugganum í fataklefanum í upphafi daga myrkurs og munu lýsa þar á meðan dagarnir standa yfir. Syngjum tröllalög. Matseðill dagsins verður í anda myrkra daga.
Grunnskólinn - Matseðill dagsins verður í anda myrkra daga.

Við viljum svo hvetja bæjarbúa til að hafa ljós í glugga til að lýsa aðeins upp þessa myrku daga!

HRG

 

Börnin búa til gifskertastjaka, mála þá og síðan verða þeir staðsettir í glugganum í fataklefanum í upphafi daga myrkurs og munu lýsa þar á meðan dagarnir standa yfir.  Syngjum tröllalög.
Matseðill dagsins verður í anda myrkra daga.
Grunnskólinn - Matseðill dagsins verður í anda myrkra daga.

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:2,6 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is