Fréttir
05.12.2011 - Skautasvellin á Búlandsnesi
 

Það má segja að svæðið hér út á Búlandsnesi sé sannkallað útivistarsvæði vetur, sumar, vor og haust. Nú þegar frost er á fróni hafa vötnin á Búlandsnesi breyst í spegilslétt skautasvell sem krakkarnir hérna á Djúpavogi kunna sannarlega að meta. Meðfylgjandi myndir eru teknar um liðna helgi þegar nokkrir duglegir krakkar tóku fram skautana og renndu sér fram og aftur á Nýjalóni (vatninu við flugvöllinn).  Ekki þarf að óttast um börnin á þessu svæði því vatnið þarna er örgrunnt og svellin töluvert þykk þessa dagana meðan kalt er í veðri. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir þarna á svæðinu er vert að benda á að vötnin á Fýluvogi og Breiðavogi eru dýpri en á Nýjalóni. Hér á meðfylgjandi mynd er Nýjalón afmarkað svo ekkert fari á milli mála.  Svellið á Nýjalóni er geysistórt og rennislétt á löngum köflum og til gamans má nefna að undirritaður mældi stærð vatnsins lauslega á loftmynd og reyndist það c.a. 700 x 400 metrar þannig að nóg er rýmið til að renna sér.  Allir út að skauta.    AS   

 

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is