Fréttir
08.12.2011 - Rökkur ratleikurinn
 

Vegna fjölda fyrirspurna koma hérna vísurnar úr Rökkur Ratleiknum í heild sinni:

Ratað í rökkrinu

(Höfundur: Unnur Malmquist Jónsdóttir)

Byggt á grunni húss sem brann
-þar sem Þórunn ekkja fyrir sér vann.
Glæsilegt hótel í fyrstu þar var
-nú skrifstofur allstaðar.

Í rökkrinu á morgun leita þú skalt
og láttu þér ekki verða kalt,
því úti við húsið vísbending bíður
og tíminn hægt í myrkrinu líður.

Fuglaáhugafólki til handa
hús lítið er á leið út á Sanda.
Við Ytri-Selabryggjur það stendur
á sumrin þar vappandi gæsir og endur.

Ef þangað á morgun þorir þú
í rökkrinu bíður vísbending sú
sem hjálpar þér þá áfram að halda
þrátt fyrir myrkur í nóvember kalda.

Á horninu hurðin á húsinu er
um dyrnar dag hvern margur fer,
í forstofu kíkir á bleðlana
og heldur svo inn með seðlana.

Eftir rökkur á morgun þangað skalt
halda inn og finna malt
-kvarta um að hlandvolgt það sé
og vísbending mun þér þá falla í té.

Á safninu er eitthvað fyrir alla
stelpur stráka konur og kalla.
Kannski færðu eitt eintak heim
og flýgur í huganum lengst út í geim.

Í rökkrinu á morgun halda þú skalt
á safnið og leita út um allt
af skræðu um fólkið í plássinu hér
og vísbending mun þá hlotnast þér.

Með bakið í suður til vinstri þá er
leikskólinn okkar einn og sér,
undir klettum á móti er húsaskjól
og fallegt að líta þangað um jól.

Í rökkrinu á morgun líttu þar við
og sjáðu myndirnar hlið við hlið,
mikil sýning sem augað gleður
og gott er líka að setjast þar "neður."

Af næsta stað er margt hægt að sjá
yfir þorpið og ofan í lág,
firði, fjöll og langt út á haf
og sker sem mara hálf í kaf.

Þangað á morgun í rökkrinu ferð
umlukin myrkri og ekkert þú sérð.
Þrátt fyrir það skaltu vörðuna finna
og orðin sem á næsta stað minna.

Í svartan botninn menn eitt sinn spyrntu
og yfir Breiðavoginn syntu.
Sund bak við skólann var seinna hlýrra
en svo tók við eitthvað betra og nýrra.

Þar er kósý annað kvöld
þegar rökkrið tekur aftur sín völd.
Kertin þá lokka þig falleg til sín
og í afgreiðslunni bíður vísbending þín.

Í þorpinu okkar bygging ein er
með fallegum turni sem krossinn ber.
Í upphafi að utan hún 12 álnir var
svo bættist við kórbygging og fordyrnar.

Á morgun í rökkrinu seinnipartinn
skaltu líta þangað inn,
læðast um og á bekkjum þig passa
og líta eftir fallegum kassa.

Út um gluggana þar sérðu dimmbláan sæ
og ferðir fólks um fallegan bæ.
Inni er hlýtt þó að úti sé kalt
og ýmislegt girnilegt er þar falt.

Þarna er hægt að versla á morgun
fyrir eina tölu sem borgun
-allra síðasta bókstafinn 
og finna svo nafnið á heiðursdrauginn!

Nú skaltu raða saman með glans
stöfunum í nafnið hans
manns sem auk þess Jónsson var
og átti sérstöku buxurnar.

Hann vakir yfir ey og landi
og kannski er fé hans fólgið í sandi?
Um það enginn maður veit 
Og tímabært kannski að hefja leit


























Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is