Fréttir
09.12.2011 - Arfleifð fær frábæra umfjöllun
 

Að undanförnu hefur Ágústa Margrét Arnardóttir
verið á ferð og flugi í höfuðborginni með kynningu
á fyrirtækinu sínu Arfleifð og þeim frábæru vörum
sem hún hefur upp á að bjóða.  Ágústa hefur heldur betur verið dugleg
við að koma framleiðslu sinni og
fyrirtækinu sínu hérna á Djúpavogi á framfæri í
höfuðborginni og má í því sambandi benda hér á tengla þar sem sjá má
flott viðtöl við hana bæði í Ísland í dag og svo á sjónvarpstöðinni ÍNN.  

Ísland í dag sjá viðtal 09.12.2011
 http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid
=CLP8052
  

Frumkvöðlar ÍNN sjá viðtal 28.11.2011
 http://inntv.is/Horfa
_%C3%A1_%C3%BE%C3
%A6tti/Frumkv%C3%B6%C3%
B0lar$1322438460
 

Það má öllum þegar ljóst vera að  Ágústa er að gera gríðarlega góða hluti í sínu fagi og
krafturinn sem hún býr yfir og afköstin eru aldeilis með ólíkindum.
 Það verður því gaman að fylgjast áfram með Ágústu á komandi misserum þar sem
hún er einstaklega skapandi í verkum sínum og er sífellt að þróa metnaðarfulla
framleiðslu sina áfram.  Eitt af því sem er  alveg einstakt að fylgjast með er hversu
Ágústa er næm og hugmyndarík á að nýta okkar hreinu íslensku náttúruafurðir sem eru
í mörgum tilfellum afgangsafurðir sem annars er hent. Úr þessum afgangsafurðum er
Ágústa að vinna hreinustu listaverk.     

Heimasíðan óskar Ágústu enn og aftur til hamingju með frábæran dugnað og árangur.   AS  

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ágústa Margrét Arnardóttir


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:4,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:6,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:6,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is