Fréttir
10.12.2011 - Leynivinavika
 

Eins og lesendur heimasíðunnar og íbúar á Djúpavogi hafa flestir tekið eftir hafa ýmsir dularfullir atburðir átt sér stað í kringum starfsfólk Djúpavogsskóla sl. viku.  Þetta á sér nú allt saman eðlilegar skýringar en síðustu daga hefur staðið yfir "Leynivinavika."  Þetta byrjaði ósköp sakleysislega.  Hver starfsmaður fékk úthlutað leynivini og áttu menn að vera ósköp góðir við leynivininn sinn mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Fengu allir fallegar gjafir, sem ýmist biðu á skrifborðum fólks á morgnana, voru bornar heim í hús, fengu jafnvel aðstoð frá góðu fólki í þorpinu t.d. sóknarprestinum o.fl.  En á fimmtudaginn fór að færast fjör í leikinn.  Þá átti að hrekkja leynivininn sinn en hrekkurinn mátti ekki vera illgjarn heldur átti að hrekkja "eins við viljum sjálf vera hrekkt."  Hugmyndaflugi fólks eru greinilega lítil takmörk sett því margt fyndið og skemmtilegt kom í ljós.  Frétt var sett á heimasíðuna um draumráðningar, símar voru klættir í plastfilmu, föt og skór voru límd saman, auglýst var ljóðakvöld, settar voru platauglýsingar á Barnaland, blöðrur flutu út úr krókum og kimum og eitt stykki bíll var klæddur í plastfilmu.  Hefur starfsfólkið sést laumast milli bygginga í alls konar erindagjörðum og mikið er búið að hlæja.
Á föstudaginn tók við nýtt verkefni sem stendur til 20:05 í kvöld.  Nú er samkeppni milli starfsmanna grunn- og leikskólans um að prjóna trefil.  Ekki voru mjög flóknar leiðbeiningar um það hvernig trefillinn á að vera:  Fitja skal upp 40 lykkjur og byrja á gulu.  EFtir það var hönnunin frjáls. 

Í kvöld ætlar starfsfólkið að hittast í Löngubúð og halda sína árlegu jólagleði, snæða góðan mat og hlæja mikið.  Þá kemur í ljós hver leynivinurinn er og þá mun dómnefnd skera úr um hver er sigurvegarinn í "treflasamkeppninni."  Ekki er ólíklegt að treflarnir verði myndaðir í bak og fyrir og lesendur fá fregnir af því eftir helgi hvernig keppnin fór.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sprellinu sl. viku.  HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:4,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:4,4 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is