Fréttir
18.01.2012 - Heilsuátak íþróttamiðstöðvar Djúpavogs og Samkaupa
 

Þann 25. janúar byrjum við á eins mánaðar hvatningarátaki til þess að koma okkur af stað í átt að heilbrigðari lífstíl. Átakið er algjörlega einstaklingsmiðað út frá hverjum og einum, öll hreyfing telur, hvort sem mætt er í skipulagða tíma, sund, þreksal, göngur, hlaup, hjól eða annað. Það sem þið þurfið að gera er að skrá ykkur í ÍÞMD fyrir 25. janúar og eftir það skrá alla íþróttaiðkun ykkar þennan mánuð hjá starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar.

Einu kröfurnar er varðar þátttöku í átakinu eru þær að viðkomandi þarf að skrá sig og mæta í hreyfingu að lágmarki þrisvar í viku á tímabilinu.

Þeir sem taka þátt í átakinu fá 25% afslátt af ferskum ávöxtum og grænmeti hjá Samkaup-Strax á Djúpavogi. Vinningar verða svo veittir fyrir 3 efstu sætin frá Íþróttahúsinu og Samkaupum. Þeir sem ætla að taka þátt geta byrjað að skrá sig miðvikudaginn 18. janúar og þann 25. janúar hefst skráning á allri hreyfingu og þá verður einnig afhent afsláttarkort hjá Samkaup í íþróttamiðstöðinni.

Bestu kveðjur Íþróttahús Djúpavogs og Samkaup-Strax 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:S
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is