Fréttir
19.04.2012 - Tímamót hjá Bátasmiðjunni Rán
 

Það eru tímamót hjá Bátasmiðjunni Rán þessa dagana, en fyrir stuttu kláruðu þeir smíði á flotbryggju sem þeir sjósettu á þriðjudaginn, til prufu. Þar gerði hún stuttan stans því í gær (miðvikudag) sótti kaupandinn, Einar Björn Einarsson á Jökulsárlóni, gripinn. Einar Björn gerir út ferðir á Jökulsárlóni og ljóst að flotbryggjan á eftir að sóma sér vel þar. Bryggjan er 5 metra löng og 2,40 á breidd. Neðri hluti hennar er úr pípulagningaefni og efri hlutinn er gegnfúavarin fura. Hún vegur um 700 kg. Hins vegar getur Bátasmiðjan smíðað svona flotbryggju í ýmsum útfærslum, allt eftir þörfum kaupandans. Efra borðið er einnig hægt að fá úr plasti og harðvið.

Eins og fjallað var um í fréttum RÚV um daginn er í smíðum hjá Bátasmiðjunni sjóbátur úr pípulagningaefni. Smíði þessa rúmlega 7 metra langa báts er langt komin en þó vantar þá fjármagn til að geta klárað hann, þ.e. að setja í hann vél og græjur. Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa við byggingu á lengri bátunum, sem verður um níu metra langur, en efnið í skrokkinn og vélin í hann er til.

Það er því ljóst að það er nóg að gera hjá starfsmönnum Bátasmiðjunnar Ránar, sem er svo sannarlega orðin kærkomin viðbót í atvinnuflóruna hér á Djúpavogi.

ÓB

 


Flottbryggjan góða


Bræðurnir Skúli og Vilhjálmur Benediktssynir, Gautir Jóhannesson sveitarstjóri og Óskar Ragnarsson


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.18:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.18:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is