Fréttir
07.05.2012 - Stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi
 

Stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi verður haldinn í Búðareyri 1 – Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, þriðjudaginn 8. maí. Í kjölfar hans verður haldið málþing. Stofnfundur er öllum opinn en einungis fulltrúar stofnaðila hafa atkvæðisrétt á stofnfundir.

Ríkisstjórn Íslands mun sama dag halda ríkisstjórnarfund á Gistihúsinu á Egilsstöðum.

Á stofnfundinum mun ríkisstjórnin undirrita viðaukasamninga vegna sameiningar stoðstofnana og samning umframlag ríkisins til sameinaðar stoðstofnunar.

Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar kl. 11:30 á Gistihúsinu á Egilsstöðum.

Stofnfundur dagskrá kl. 13:00-14:30
• Fundarsetning, Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnar
• Ávarp forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur
• Kynning á störfum verkefnisstjórnar, Stefanía G. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri
• Tillaga að samþykktum AST kynnt og lögð fram til samþykktar
• Tillaga starfsháttanefndar um stjórn og fagráð, Björn Hafþór Guðmundsson, formaður starfsháttanefndar
• Önnur mál

Fundargerð stofnfundar borin upp til samþykktar og undirritunar.

Landshlutar í sókn! málþing kl. 15:00 - 17:00

• Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
• Ávarp formanns stjórnar - um sameinaða stoðstofnun á Austurlandi
• Regional development and demography in the North Atlantic - Klaus Georg Hansen, aðstoðarframkvæmdastjóri og sérfræðingur hjá NORDREGIO
• Sóknaráætlanir landshlutana – Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri
• Grenndarstjórnsýsla og félagslegur auður landsbyggðanna - Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnunar.
• Þekkingarstörf í þorpið mitt - Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Sagnabrunns
• Umræður og pallborð

Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Nánari upplýsingar veitir: Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnar, netfang valdimarh@hsa.is og sími 860-6770.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:2,6 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is