Fréttir
09.05.2012 - Sannkallað strandveiðiævintýri
 

Í gömlum íslenskum sögnum segir frá svokölluðu síldarævintýri. Í glænýjum sögnum frá Djúpavogi segir frá strandveiðiævintýri. Sannkölluðu.

Ekkert lát virðist á komu aðkomubáta hér í höfnina, en um 40 bátar lágu við bryggju í kvöld. Ástæða þessa fjölda hér er að sögn (ekki gamalli) mokfiskirí á Hvítingum en undantekning hefur verið ef sjómenn hafa ekki verið að koma með skammtinn að degi loknum. Bátar allt frá Seyðisfirði hafa lagt leið sína hingað á Djúpavog og tökum við þessum aufúsugestum opnum örmum og fögnum hverjum þeim sem bætist í hópinn.

Hafi vefmyndavélin einhverntíma þurft að vera í fullu fjöri, þá er það núna. Því miður er ekki að sjá að hún sé á leiðinni heim á næstu vikum.

Við reynum þess í stað að setja inn myndir reglulega.

ÓB

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is