Fréttir
16.05.2012 - Nýr ferðamálafulltrúi
 

Nýr ferða- og menningarmálafulltrúi er tekinn til starfa. Sá heitir Ugnius Hervar Didziokas og hefur verið ráðinn tímabundið, eða til ársloka, í ljósi þess að enn hefur ekki verið formlega gengið frá hvort og þá með hvaða hætti sameinaðar stoðstofnanir á Austurlandi, Austurbrú, muni koma að ráðningu nýs fulltrúa.

Ugnius útskrifaðist með BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2007, framhaldsgráðu í þróunarfræðum frá sama skóla 2009 og mun ljúka meistaranámi í mannfræði frá HÍ nú í vor.

Ugnius hefur mikla reynslu af störfum í ferðaþjónustu. Hann hefur starfað á Hótel Framtíð, hjá Papeyjarferðum og Hótel Sögu Radisson SAS auk þess sem hann starfaði á skemmtiferðaskipinu Her Majesty Queen Elisabeth II.

Hægt er að ná í Ugnius í síma 478-8288 og hann er með netfangið ugnius@djupivogur.is.

Sveitarstjóri


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is