Fréttir
02.07.2012 - Öxi 2012
 

Öxi 2012, göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar, fór fram um síðustu helgi. Óhætt er að segja að viðburðir helgarinnar hafi tekist vonum framar en hápunkturinn var þríþrautarkeppnin sem fram fór á laugardeginum.

Helgin hófst með kynnisferð um bæinn á föstudagskvöldinu sem Ferðafélag Djúpavogs stóð fyrir. Góð mæting, um 25 manns og skemmtileg ganga.

Þríþrautarkeppnin fór eins og áður sagði fram á laugardeginum. Alls tóku 9 manns þátt. Tvö þriggja manna lið, annars vegar Demantarnir með Guðjón Viðarsson, Brynjólf Einarsson og Kristján Ingimarsson innanborðs og hins vegar Fatboys, skipað þeim Andrési Skúlasyni, Ólafi Áka Ragnarssyni og Þóri Stefánssyni. Þá tóku þrír einstaklingar þátt; Hafliði Sævarsson, Arnar Páll Gíslason og Sigurbjörn Hjaltason.

Ræst var í fyrstu grein, sjósund (700 m), kl. 10:00 frá Staðareyri (neðan við Hvannabrekku). Að því loknu var hjólað upp Öxi að Merkjahrygg (13 km) þaðan sem hlaupið var niður í Fossárdal (19 km) og síðan hjólað út á Djúpavog (18 km).

Gaman var að sjá hversu margir áhorfendur voru, en þeir hafa sennilega verið í heildina hátt í 50.

Keppnin fór svo þannig að Hafliði Sævarsson kom langfyrstur í mark og vann þar með einstaklingskeppnina en heildartíminn hjá honum var 03:39:01. Næstur á eftir honum var Sigurbjörn Hjaltason á tímanum 04:43:44 og loks Arnar Páll Gíslason á tímanum 04:46:00.

Í liðakeppninni höfðu Demantarnir sigur á tímanum 04:24:04 en Fatboys kláruðu á tímanum 04:55:19.

Allt í allt frábær keppni og einstaklega vel lukkuð. Mótshaldarar vilja þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag og gerðu keppnina mögulega.

Seinni part laugardags var svo gúmmískóaganga um Útlandið. Í hana mættu um 30 manns í blíðskaparveðri.

Þá var svokallað tásutölt á söndunum að morgni sunnudags, sami fjöldi og í gúmmískóagöngunni og sama blíðskaparveðrið.

Myndir frá þríþrautinni má sjá með því að smella hér.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:-0,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is