Fréttir
11.07.2012 - Íbúðir fyrir eldri borgara kynntar
 

Djúpavogshreppur hefur unnið að því um nokkurt skeið að finna varanlega lausn á nýtingu fyrrum Dvalarheimilisins að Helgafelli í þágu eldri borgara í Djúpavogshreppi.

Að þessu tilefni stóð Djúpavogshreppur fyrir sérstökum fundi í húsnæði Helgafells síðastl. mánudag þar sem boðaðir höfðu verið íbúar 60 ára og eldri til að kynna sér tillögur að breytingum á húsnæði Helgafells í þrjár 60 ferm. leiguíbúðir. Fyrir hönd sveitarfélagisins kynntu sveitarstjóri og oddviti verkefnið ásamt hönnuði Guðrúnu Jónsdóttur FAÍ.  Eftir fundinn var svo farin vettvangsferð með gestum um húsið þar sem hönnuður lýsti nánari útfærslu. 

Hér með er áhugasömum aðilum bent á að kynna sér málið nánar á skrifstofu Djúpavogshrepps þar sem teikningar liggja frammi, ásamt því sem hægt er að fá nánari upplýsingar um málið.
Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé áhugasamt um að ráðast í framkvæmdir þessar, liggur fyrir að það verður eftirspurnin sem mun ráða för og því er óskað eftir því að þeir sem áhuga hafa á málinu verði búnir að leggja inn bindandi umsókn um leigu á íbúð fyrir 1.sept. næstk.  Gert er ráð fyrir að ef ráðist verður í framkvæmdir að íbúðirnar verði til reiðu næsta vor. 


Hér fylgir svo smá sýnishorn af teikningum að breytingum til kynningar.

 

 

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is