Fréttir
12.07.2012 - Skógræktarfélag Djúpavogs 60 ára
 

Skógræktarfélag Djúpavogs var stofnað á sumardaginn fyrsta (24. apríl) 1952 og er því 60 ára. Við héldum upp á það 16. júní í blíðskaparveðri.

Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var með Skógarmessu og Kristján Ingimarsson spilaði á gítar og söng og spilaði undir fjöldasöng. Síðan gengum við um Hálsaskóg og skoðuðum meðal annars húsið sem við erum nýbúin að klæða. Þór og Björg í Sólhól gerðu fyrir okkur bekki í leikhúsið og Vilmundur í Hvarfi gerði skógar listaverk sem er nýbúið að setja upp, allt er þetta gert úr efnivið úr Hálsaskógi. Í Aðalheiðarlundi var afmælisveislan, þar var boðið upp á kaffi og meðlæti.

Leikskólinn Bjarkatún opnaði sína sumarsýningu á listaverkum í skóginum.

Myndir frá afmælishátíðinni má sjá með því að smella hér.

Myndir og texti: Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:2,6 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is