Fréttir
22.08.2012 - Nöfn ferðafélaga úr Víðidalsferð
 

Óhætt er að segja að ein mynd úr myndasafni Elísar Þórarinssonar hafi öðrum fremur vakið athygli í hinu stóra safni gamalla mynda hér á heimasíðunni. Að minnsta kosti er hún ein mest skoðaða myndin frá upphafi, enda merkileg fyrir margra hluta sakir.

Um er að ræða mynd sem tekin var í Víðidalsferð á milli 1940 og 1950. Ef einhver er með nákvæma tímasetningu má hinn sami endilega hafa samband.

Kristín Rögnvaldsdóttir hafði samband í sumar og útlistaði fyrir okkur hverjir væru á myndinni. Með fylgdi bréf svohljóðandi:

Sá á vefnum ykkar myndir frá Elís Þórarinssyni. Þar sem ég átti eina þessara mynda, með nöfnum ferðafélaganna í þessari Víðidalsferð, fannst mér tilvalið að koma þessu til ykkar.

Kristín Rögnvaldsdóttir

Við þökkum Kristínu kærlega fyrir þessar skemmtilegu upplýsingar.

ÓB

 


(Smellið á myndina til að stækka hana)

1. Þorgeir Guðmundsson - Þvottá
2. Nanna Sigurðardóttir-  Stafafelli
3. Vilborg Þórarinsdóttir - Starmýri
4. Óskar Guðlaugsson - Hærukollsnesi
5. Kristinn Guðmundsson - Þvottá
6. Gunnar Guðlaugsson - Hnaukum
7. Jón Karlsson - Múla
8. Dagný Karlsdóttir - Múla
9. Ásta Guðlaugsdóttir - Reyðará
10. Elís Þórarinsson - Starmýri
11. Sigurmundur Guðmundsson - Svínhólum
12. Sigurður Jónsson - Stafelli
13. Sigurjón Snjólfsson - Svínhólum
14. Sigurbjörg Guðmundsdóttir - Þvottá
15. Ragnheiður Pálsdóttir - Geithellum
16. Jón Björnsson - Bragðavöllum
17. Óskar Karlsson - Geithellum
18. Snorri Guðlaugsson - Starmýri
19. Dagný Jónsdóttir - Múla
20. Ingibjörg Guðmundsdóttir - Þvottá
21. Baldur Björnsson - Hofi
22. Bragi Björnsson - Hofi

Myndina tók Rögnvaldur Karlsson


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:4,1 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:3,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:3,9 °C
Vindátt:V
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is