Fréttir
05.09.2012 - Gangbraut og "Göngum í skólann"
 

Eins og flestir íbúar hafa séð er búið að mála þessar fínu gangbrautir og bílastæði við grunnskólann og íþróttamiðstöðina.  Í gegnum tíðina hafa borist ábendingar til skólastjóra varðandi það að börnin séu að hlaupa yfir göturnar - hér og þar og allstaðar - og oft hafi legið við slysi.
Á kennarafundi í síðustu viku var ákveðið að við tækjum okkur góðan tíma í að kenna börnunum að fara yfir gangbrautirnar þegar þau fara í matinn og teljum við að það eigi eftir að ganga vel.

Viljum við því biðja þá foreldrar, sem sækja börnin sín í mat og alla þá sem leið eiga um þetta svæði á skólatíma að sýna tillitssemi, stoppa fyrir börnunum og hjálpa þeim að nýta gangbrautirnar eins og til er ætlast.

Þá viljum við einnig vekja athygli á því að næsta mánuðinn stendur yfir verkefnið "Göngum í skólann" og því margir á ferðinni - gangandi og hjólandi, bæði börn og fullorðnir.

HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.18:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.18:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is