Fréttir
16.09.2012 - Björn Hafþór heiðursgestur á Aðalfundi SSA
 

Á Aðalfundi samtaka sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var að þessu sinni á Borgarfirði síðastliðinn föstud. og laugard. var dagskrá með hefðbundnum hætti.  Einn af dagskrárliðum Aðalfunda SSA er hátíðarkvöldverður í boði heimamanna og þá eru nokkrir fastir liðir  á dagskrá  og eru þá  t.d. heiðursgestir Aðalfunda útnefndir.  Stuðst er við í því sambandi að útnefna einstaklinga sem hafa unnið ötult og gott starf í þágu sveitarstjórnarmála á Austurlandi í gegnum tíðina.  

Að þessu sinni var  Björn Hafþór Guðmundsson útnefndur enda hafa fáir eða engir unnið jafn lengi á sviði sveitarstjórnarmála á svæðinu og hann.  Þá var Hlíf Herbjörnsdóttur kona Hafþórs sömuleiðis heiðruð og færður stór og mikill blómakrans frá SSA að þessu tilefni, enda ljóst að það þarf sterkt bakland fyrir einstaklinga til að halda út jafn lengi í sveitarstjórnarmálunum og Björn Hafþór hefur gert með virkum hætti.  

Í ræðu sinni að þessu tilefni stiklaði Hafþór á stóru og fór eins og honum er líkt á gamansaman hátt yfir ferilinn og kynnum sínum af samferðamönnum. Þá heiðruðu nokkrir félagar hans úr sveitarstjórnargeiranum hann  sömuleiðis með ræðuhöldum og líka gríni og skemmtu gestir sér hið besta á viðburði þessum.   

Djúpavogshreppur óskar þeim hjónum að sjálfsögðu báðum  til hamingju með viðurkenningu þessa.

AS  

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti: °C
Vindátt:
Vindhraði: m/sek
Vindhviður: m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is