Fréttir
05.10.2012 - Frá stjórn kirkjukórsins
 

Ágætu sveitungar !

Nú er að hefjast nýtt söngár hjá Kirkjukórnum.  Jószef Bela Kiss, sem er kórstjóri og hefur verið það síðustu ár, er  ráðinn af sóknarnefnd Djúpavogskirkju til að stjórna kórnum. Kirkjukórinn samanstendur af fólki á öllum aldri vítt og breytt úr sveitarfélaginu. Með bréfi þessu vilja forsvarsmenn kórsins vekja athygli á kórnum og hvetja alla, sem hafa gaman af því að syngja og vera með í góðum félagsskap, til að mæta á æfingu. Í kirkjukórnum er ekki eingöngu flutt kirkjuleg tónlist. Hlutverk kórsins er að syngja við kirkjulegar athafnir, sem eru fjölbreyttar og kalla á fjölbreyttan tónlistarflutning. Því fleiri sem eru í kórnum því öflugra verður starfið sem bíður einnig upp á ákveðna verkaskiptingu í kórstarfinu. Það er enginn skuldbinding sem fylgir því að taka þátt í kirkjukórnum. Hver og einn meðlimur stjórnar alfarið við hvaða athafnir hann syngur.  Í litlu samfélagi eins og okkar getur kirkjukór verið undirstaðan að góðu tónlistarlífi. Við æfum einu sinni í viku á miðvikudagskvöldum milli kl. 20.00- 22.00.  Ef þú vilt mæta á eina æfingu og/eða kynna þér starfið með því að koma í kirkjuna þá verður tekið vel á móti þér.

Í bígerð er að fara í söngferðalag til Ungverjalands næsta sumar og verða kórar að austan með í ferð. Þeir eru þegar farnir að æfa þau lög sem sungin verða í ferðinni. Aðventan er einn af skemmtilegustu tímum í kórstarfi. Á aðventunni  verður farið í heimboð til munkanna á Reyðarfirði.
 
Með bréfi þessu viljum við bjóða þig velkominn/velkomna í Djúpavogskirkju þann 10. október.

Stjórn Kirkjukórsins


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.00:00:00
Hiti:-1,9 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:-1,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.00:00:00
Hiti:-1,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is