Fréttir
09.10.2012 - Félagsþjónusta á Djúpavogi
 

Samkvæmt samkomulagi Djúpavogshrepps við Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs sinnir Félagsþjónustan á Héraði allri félagslegri þjónustu við íbúa Djúpavogi.  

Í því sambandi gæti verið ágætt að spyrja sig eftirfarandi spurninga;

• Hefur þú þörf fyrir félagslega ráðgjöf ?
• Eða jafnvel fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu ?
• Gæti heimaþjónusta komið þér að gagni ?
• Þarft þú hjálp til að rjúfa félagslega einangrun eða stuðning til að auka á félagslega færni þína í daglegu lífi ?
• Hvað með aðstoð við að komast út á vinnumarkaðinn ?
• Er uppeldisleg ráðgjöf eitthvað sem gæti gagnast  þér ?

Séu aðstæður þínar þannig að félagsleg þjónusta af einhverju tagi geti bætt lífsgæði þín er rétt að hvetja þig til þess að nýta þjónustuna.

Ráðgjafi kemur á Djúpavog:
Að minnsta kosti einu sinni í mánuði mætir Eygló Sigurvinsdóttir, ráðgjafi á svæðið og sinnir þeim erindum sem íbúar sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni.  Til þess að mæla sér mót við Eygló  er hægt að hafa samband á eftirfarandi hátt:

•    478 8288 Sveitarstjórnarskrifstofa Djúpavogs
•    470 0705 Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs

•    eyglo@egilsstadir.is - netfang Eyglóar Sigurvinsdóttur, ráðgjafa
•    gudrunf@egilsstadir.is - netfang Guðrúnar Frímannsdóttur, félagsmálastjóra

Ráðgjafi verður til viðtals á sveitarstjórnarskrifstofu Djúpavogs miðvikudaginn 10. október n.k. kl. 10.30-12.00

Fyrir hönd Félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs,
Guðrún Frímannsdóttir,
Félagsmálastjóri


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:-1,5 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:-1,9 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is