Fréttir
23.05.2007 - “Gott að byrja hjá Braga”
 

Í aðdraganda kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningar 2007 hittu tveir efstu frambjóðendur Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi, Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson, Braga Gunnlaugsson í Berufirði fyrstan kjósenda í kjördæminu, þegar þeir hófu formlega fundaferð sína. Nú er það svo að Bragi verður ætíð einn í kjörklefanum eins og við öll hin og erum við á engan hátt að velta því fyrir okkur hvernig hann eða aðrir “taka sín krossapróf í þessu samhengi”.

Hins vegar teljum við hjá heimasíðu Djúpavogshrepps einsýnt að það sé gott að “byrja hjá Braga” því að nú er Kristján L. Möller að taka við starfi samgönguráðherra.



Myndin er af þeim félögum Berufjarðarmegin á veginum yfir Öxi. Við í Axarvinafélaginu erum sannfærð um, að skilningur samgönguyfirvalda á Íslandi á brýnni þörf endurbóta á þessum fjölfarna fjallvegi muni ekki minnka í valdatíð Kristjáns L. Möller, sem við óskum hér með til hamingju með hið nýja starf.



Ráðherra mátti í maga
með ganga nætur og daga.
Þegar ‘ann brá sér til Braga,
breyttist strax líf hans og saga.

Þegar Stefán Bragason, bæjarritari á Egilsstöðum, sá ofangreint á heimasíðunni okkar, bætti hann við annarri vísu. Rétt er að taka fram að í síðustu línunni er hann að tala í orðastað sveitarstjórans eða oddvitans á Djúpavogi, sem báðir hafa æfingu í að naga þröskulda.

Því varð að halda til haga
til Héraðs oss samgöngur plaga.
Ef Öxina lætur hann laga
lengur mun þröskuld ei naga.  
 

Texti: BHG

Mynd: EMS

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is