FrÚttir
04.02.2013 - Ţmsar upplřsingar um Teigarhorn
 

Eins og þegar hefur verið kunngert þá hefur ríkissjóður að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra  fest kaup á Teigarhorni í Djúpavogshreppi. Teigarhorn er um 2000 hektarar að stærð, steinsnar frá þéttbýlinu á Djúpavogi, og þar eru mikilvægar menningar- og náttúruminjar. Jörðin er einn þekktasti fundarstaður geislasteina (seólíta) í heiminum og var hluti hennar því friðlýstur sem náttúruvætti árið 1975. Teigarhorn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu og skráningu veðurfars hér á landi, þar hafa verið stundaðar veðurfarsathuganir síðan 1881 og mælingar á hitafari frá 1873 – og þar hefur mælst hæstur hiti á Íslandi. Þá er Búlandstindur, eitt formfegursta fjall landsins og kennimerki Djúpavogshrepps, í landi Teigarhorns. Gert er ráð fyrir að ríkið taki við jörðinni 15. apríl næstkomandi, en fram að þeim tíma verður framtíðarfyrirkomulag og umsjón með svæðinu útfærð. Hér má einnig nálgast fróðleik umTeigarhorn. 

AS

 

Búlandstindur séður frá heimreið að Teigarhorni

Fasteignir að Teigarhorni með Búlandstind í baksýn. 


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.04:00:00
Hiti:3,6 ░C
Vindßtt:NV
Vindhra­i:16 m/sek
Vindhvi­ur:25 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:4,6 ░C
Vindßtt:NV
Vindhra­i:9 m/sek
Vindhvi­ur:23 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.04:00:00
Hiti:2,7 ░C
Vindßtt:VNV
Vindhra­i:20 m/sek
Vindhvi­ur:36 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 06.6.2020
smmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is