Fréttir
14.02.2013 - Músik Festival 2013 !!!
 

Opið bréf til fyrirtækja og félagasamtaka á Djúpavogi

Þann 19. apríl nk. ætla nemendur tónskólans að efna til tónlistarveislu á Hótel Framtíð.

Tilgangurinn er fyrst og fremst að safna fyrir hljóðfærum í tónskólann, en einnig að skemmta áhorfendum með gleði og hljóðfæraleik.

Töluverður kostnaður er því samfara að halda slíka tónleika og til þess að aðgangseyririnn geti runnið óskiptur til hljóðfærakaupa þá langar okkur að óska eftir styrk frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Djúpavogi, ýmist 5.000.- eða 10.000.- krónur, frá hverju fyrir sig.  Stærri styrkir eru að sjálfsögðu vel þegnir, ef fyrirtæki vilja t.d. styrkja tónskólann fyrir ákveðnu hljóðfæri.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessu góða málefni lið eru beðnir um að hafa samband við Halldóru í síma 899-6913 eða á netfangið skolastjori@djupivogur.is.

Nánari upplýsingar um tímasetningu og fyrirkomulag hátíðarinnar verður auglýst síðar.

Halldóra Dröfn, József og nemendur tónskólans

Auglýsingu má sjá hér

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is