Fréttir
26.05.2007 - Hótels Framtíðar golfmótið á Hamarsvelli
 

Opna Hótels Framtíðar mótið í golfi var haldið á Hamarsvelli í dag í umsjá Golfklúbbs Djúpavogs. Mót þetta hefur skapað sér fastan sess og er fyrsta alvöru mót sumarsins á Austurlandi. Að þessu sinni voru 20 keppendur skráðir víða að af Austurlandi og af öllum aldri. Hamarsvöllur er 9 holur og voru spilaðir tveir hringir og gekk mótið hratt og vel fyrir sig. Sá er stóð uppi sem sigurvegari mótsins er gamall Djúpavogsbúi, Ómar Bogason en hann sló hringina á fæstum höggum, í öðru sæti var Jónas Eggert Ólafsson Stöðvarfirði og Jón Rúnar Björnsson í því þriðja. Vert er að taka fram að bræður Ómars, þeir Gústi og Gulli voru einnig meðal þátttekenda en áttu ekki roð í Ómar að þessu sinni. Margir góðir vinningar voru að venju veittir að móti loknu sem að sögn Jóns Rúnars Björnssonar tókst í alla staði vel. AS

 

 

 

 

Sigurvegari mótsins Ómar Bogason glaðbeittur í golfskálanum.

">

Jón Rúnar í sveiflu á þeirri níundu

Jónas púttar á þeirri áttundu

Horft yfir hluta golfvallarins

Jón Rúnar horfir árvökull yfir golfsvæðið

Golfskálinn


Stöðfirðingar eiga fína golfara hér er einn þeirra, Viðar.

Púttað á þeirri níundu

 

Á upphafsteig í seinni hring, Gunnlaugur Bogason leggur allt í sölurnar og Ómar bróðir hans teyjir á meðan

Óðinn lætur vaða og bræðurnir fylgjast með

Hér slær Seyðfirðingur gott högg og Gústi fylgist með

Og þá er dúndrað af öllum krafti, Gústi lætur vaða af teig tvö

Og hvert fór hún svo, djöffffffff

Hér var svo eini kvenmaðurinn í keppninni og gaf hún körlunum ekkert eftir

Flottasta sveiflan í keppninni

Það er fallegt og skjólgott undir hamrabeltinu

Göngum yfir brúna

Hver trítlar yfir brúna mína ?????

Golfskálinn

Sigurvegarinn púttar

Gulli með driverinn


Bræðurnir á brúnni

Golfskálinn glæsilegur

Inn í golfskálanum

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:2,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is