FrÚttir
15.04.2013 - Fri­lřsing Teigarhorns undirritu­
 

Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu jarðarinnar Teigarhorns sem fólkvangs. Við sama tækifæri undirritaði ráðherra endurskoðaða friðlýsingu geislasteinanáma á jörðinni sem náttúruvætti.

Íslenska ríkið festi fyrr á árinu kaup á jörðinni sem er um 2000 hektarar að stærð. Þar er einn þekktasti fundarstaður geislasteina (zeolita) í heiminum og var sá hluti jarðarinnar friðlýstur sem náttúruvætti árið 1975. Með endurskoðaðri friðlýsingu náttúruvættisins í dag var svæðið sem það tekur til stækkað.

Þá hefur Teigarhorn gegnt mikilvægu hlutverki í sögu og skráningu veðurfars hér á landi. Þar hafa m.a. verið stundaðar veðurfarsathuganir síðan 1881 og mælingar á hitafari frá 1873. Hús Weyvadts kaupmanns á Teigarhorni þykir einnig meðal mikilvægra menningarminja en það var byggt á árunum 1880–1882, en húsið er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Á Teigarhorni var sömuleiðis starfrækt ljósmyndastofa Nicoline Weywadt sem var fyrst kvenna til að nema ljósmyndun á Íslandi, en hún lauk námi frá Danmörku árið 1872.

Sem fyrr segir hefur jörðin öll nú verið friðlýst sem fólkvangur en markmið friðlýsingarinnar er að tryggja útivistarsvæði í fögru umhverfi þar sem gestum gefst tækifæri á að kynnast sérstakri náttúru svæðisins og sögu jarðarinnar Teigarhorns. Þannig er almenningi heimil för um fólkvanginn en gæta þarf vel að umgengni.

Í dag var einnig undirritaður samningur Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið Djúpavogshrepp um daglega umsjón og rekstur friðlýstu svæðanna á Teigarhorni.


Sjá nánar á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.00:00:00
Hiti:3,1 ░C
Vindßtt:NNV
Vindhra­i:17 m/sek
Vindhvi­ur:21 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti: ░C
Vindßtt:
Vindhra­i: m/sek
Vindhvi­ur: m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.00:00:00
Hiti:3,7 ░C
Vindßtt:V
Vindhra­i:14 m/sek
Vindhvi­ur:19 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 05.6.2020
smmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is