Fréttir
19.04.2013 - „Arfleifð fortíðar freyju“ sýning, breytt verslun, nýjar vörur
 

Þann 24. apríl nk. fagnar Arfleifð hönnunar og handverksfyrirtæki á Djúpavogi 3 ára afmæli sínu.

Arfleifð er hugarfóstur Ágústu Margrétar Arnardóttur sem nam almenna hönnun í Hafnarfirði og skó- og fylgihluta hönnun á Ítalíu. Undanfarin 6 ár hefur Ágústa þróað með sér einstaka tækni til að að vinna íslenskar aukaafurðir úr matvæla framleiðslu, svo sem loðið og óloðið lambaleður, hreindýraleður, horn og bein, blönduð fiskiroð og fleira.
Frá frumsýningu hefur mikið vatn runnið til sjávar, nú eru starfsmenn Arfleifðar tveir og bætist sumarstarfsmaður við í maí. Arfleifð rekur verslun í húsnæði Samkaups á Djúpavogi en vinnustofan er í kjallara heimilis Ágústu. Einnig rekur Arfleifð part í verslun á Hornafirði.

Nýjungar á komandi sumri eru textíl fatnaður með roð og leður skrauti, nýjir litir í töskum, krögum, Brögum og fatnaði og ýmis ný snið.

Sú breyting verður á rekstri Arfleifðar þetta árið að í stað þess að selja  og sýna vörur um allt land er fókusinn tekinn á austurland, heimamenn á því svæði og gesti. Verslunin hefur verið í mikilli yfirhymlingu síðustu mánuði og mun opna aftur af fullum krafti á sumardaginn fyrsta, en þá verður líka frumsýnd samsýning Arfleifðar, ljósmyndarans Sigurðar Mar og skáldkonunnar Hrannar Jónsdóttur, kennd við Sæbakka. Sýningin er sambland af fatnaði og fylgihlutum, ljósmyndum og ljóðum sem allt er innblásið frá sögum um konur fortíðarinnar. Þess má til gamans geta að nú þegar hafa 2 af myndum sýningarinnar verið valdar inn á myndabloggsíðu Ítalska Vogue, en myndir sem valdar eru þangað inn fara í gegnum gríðarlega stranga síu og ekki öllum gefið.

Verslun Arfleifðar á Djúpavogi verður opin:
Sumardaginn fyrsta, 25. apríl milli kl. 11-14
Föstudaginn 26. apríl milli kl. 11-18
Laugardaginn 27. apríl milli kl. 11-14

Sýningin „Arfleifð fortíðar freyju“ opnar formlega kl 16:00 sumardaginn fyrsta og verður opin til kl. 18 þann dag, eftir það er sýningin opin á opnunartíma Löngubúðar fram á sumar.

Ýmis tilboð verða í boði og kynning og sala á vörum frá millibör á Hornafirði verða þessa stóru afmælis hátíðar og Hammondhelgi og vonast starfsfólk Arfleifðar til að sjá sem flesta af öllu austurlandi.

Arfleifð

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is