Fréttir
01.07.2013 - Öxi 2013 - úrslit og myndir
 

Þríþrautarkeppnin Öxi 2013 fór fram laugardaginn 29. júní sl.

Hafliði Sævarsson, bóndi á Eyjólfsstöðum í Fossárdal, varði titil sinn í einstaklingskeppni og lið Sóknarinnar vann í liðakeppni.

Það var lið Sóknarinnar, sem þeir Hilmar Gunnlaugsson og Jón Jónsson skipuðu, sem kom fyrst í mark á Djúpavogi í dag á tímanum 3:35,48 klst. Í öðru sæti í liðakeppninni urðu Fossárdalsbræður, Jóhann Atli og Bjartmar Þorri Hafliðasyni, á tímanum 4:14,21.

Hafliði, sem einnig vann einstaklingskeppnina í fyrra, varð fremstur einstaklinga á tímanum 3:43,06. Segja má að Hafliði hafi komist í mark við illan leik því annað dekkið sprakk á reiðhjóli hans skömmu áður en hann kom út á Djúpavog. Hann hélt áfram þar til hjólið var komið á felguna en hann varð að teyma það síðustu metrana.

Svanhvít Antonsdóttir varð fremst í kvennaflokki á tímanum 5:30,33. Engin kona keppti í fyrra svo Svanhvít telst fyrst kvenna til að klára þrautina. Í öðru sæti kvennaflokks varð aldursforseti keppninnar, Kristjana Bergsdóttir 61 árs, 24 mínútum á eftir.

Keppnin hófst með 750 sjósundi suður yfir Berufjörð. Þegar í land var komið settust keppendur á bak reiðhjólum og hóluðu 13 km á möl upp hinn snarbratta fjallveg Öxi, sem keppnin er kennd við. Efst á Öxinni voru hjólin skilin eftir og hlaupnir 19 km niður í Fossárdal. Þaðan var hjóluð 18 km leið út á Djúpavog.

 

Myndir frá keppninni má skoða með því að smella hér.

 

Hér að neðan má svo sjá tíma keppenda í ár, smellið á myndina til að stækka hana.

Texti: UÍA

 




Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:2,8 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:3,3 °C
Vindátt:N
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:3,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is