Fréttir
11.07.2013 - Karlakvintettinn Olga heldur tónleika í Djúpavogskirkju
 

Olga er nýr og ferskur sönghópur sem var stofnaður árið 2012 en meðlimir hópsins stunda tónlistarnám í Hollandi. Efnisskráin spannar fimm aldir, frá þjóðlögum til sönglaga, ásamt því að syngja barbershop og fleira sem mun koma áheyrendum skemmtilega á óvart. Í gegnum tónlistina munu þeir ferðast frá Tíbet til Íslands með viðkomu í nokkrum löndum. Meðlimir Olgu skipa Bjarni Guðmundsson, Haraldur Sveinn Eyjólfsson, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov og þeir stunda allir hjá Jóni Þorsteinssyni í tónlistarháskólanum í Utrecht.

Olga munu koma fram í Djúpavogskirkju fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 20:00. Almennt miðaverð er 1.500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára. 1000 kr. fyrir nema og ellilífeyrisþega.

Við viljum einnig bjóða allar Olgur velkomnar á tónleikana þeim að kostnaðarlausu!

Við hlökkum til að sjá ykkur,
Karlakvintettinn Olga

www.facebook.com/olgavocalensemble

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.20:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.20:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.20:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is