Fréttir
25.07.2013 - Tilkynning frá AFLi starfsgreinafélagi
 

Vegna fréttaflutnings af málefnum tengdum bryggjuframkvæmdum á Djúpavogi gefur hér að líta  tilkynningu á heimasíðu AFLs starfsgreinafélags fyrr í dag sem vert er að koma á framfæri:

Laust fyrir hádegi í dag sagði verktakinn við byggingu bryggjunnar á Djúpavogi, sig frá verkinu.  AFL Starfsgreinafélag átti í gær fund með verkamönnum við bygginguna eins og fram hefur komið í fréttum.  Mennirnir lögðu niður vinnu í dag og bíða eftir launagreiðslum og lá því vinna við smíðina að mestu niðri í dag.

Vegna fréttaflutnings af málinu í dag er rétt að fram komi að sveitarstjóri Djúpavogshrepps átti frumkvæði að því að kaup og kjör starfsmanna við höfnina voru skoðuð og kallaði einnig til heilbrigðiseftirlit til að skoða aðbúnað mannanna.

AFL Starfsgreinafélag hefur ítrekað hvatt til þess að útboðsskilyrði opinberra framkvæmda verði endurskoðuð til að fyrirbyggja að kennitöluflakkarar bjóði í opinber verk og skilji síðan oftar en ekki eftir sig blóðuga slóð skulda við undirverktaka og byrgja. Djúpavogshreppi var ekki gefinn kostur á að semja við aðra tilboðsgjafa en þann sem lægst bauð - þrátt fyrir að viðkomandi fyrirtæki hafi ekki haft neina starfssemi með höndum síðustu sex ár - en fyrra fyrirtæki forráðamanns verktakans var úrskurðað gjaldþrota í maí.  

AFL Starfsgreinafélag hefur átt góða samvinnu við forráðamenn Djúpavogshrepps í þessu máli.

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:4,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:4,9 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:5,1 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is