Fréttir
25.08.2013 - Skólabyrjun
 

Til foreldra / forráðamanna barna í grunn- og tónskólanum

Ég vil minna á að grunnskólinn og tónskólinn hefjast mánudaginn 2. september með opnu húsi.
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 9:30 í grunnskólann
Nemendur 2. bekkjar mæta milli 10:30 og 14:00 í grunnskólann, þegar þeim hentar
Nemendur 3. - 10. bekkjar mæta milli 10:00 og 14:00 í grunnskólann,  þegar þeim hentar

Innritun í tónskólann fer fram frá 10:00 - 16:00 í tónskólanum.  Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum og velji hljóðfæri, auk þess sem skráð er í veltitíma o.fl.

Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. september klukkan 8:05.

Á miðvikudag eða fimmtudag fá foreldrar bréf í venjulegum pósti, með nánari upplýsingum, auk þess sem hefðbundnir skráningarmiðar í mötuneyti, lengda viðveru (1.-4. bekkur), drykkjarmiðar, upplýsingar um skráningu í tónskóla og Neistamiðar fylgja með.

Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur,
f.h. starfsfólks grunn- og tónskólans,

Halldóra Dröfn, skólastjóri


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:22 m/sek
Vindhviður:28 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is