FrÚttir
07.09.2013 - Eitt stŠrsta eintak scolecite sem fundist hefur
 

Í ár starfaði í fyrsta sinn landvörður á Teigarhorni. Teigarhorn er friðlýst náttúruvætti vegna fjölbreyttra geislasteina sem mynduðust í berginu við sérstæðar aðstæður. Jafnframt er jörðin nýfriðlýstur fólkvangur. Gott samstarf er milli Djúpavogshrepps og Umhverfisstofnunar um skipulag og umsýslu á landinu og hefur landvörður á Teigarhorni, Brynja Davíðsdóttir, tekið virkan þátt í undirbúningi að skipulagsvinnu varðandi umsýsluáætlun fyrir friðlýsta svæðið að beiðni Djúpavogshrepps.

Teigarhorn er óvenju falleg jörð og laðar meðal annars að vegna fegurðar sinnar, jarðsögunnar og sögu Weywadt-fjölskyldunnar sem þar bjó svo og Weywadthúss sem er í eigu þjóðminjasafnsins og bíður uppbyggingar. Margir ferðamenn hafa lagt leið sína á Teigarhorn í sumar gagngert til að sjá geislasteina í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta gerir Teigarhorn að sérstæðum og spennandi áningarstað. Landvörður hefur unnið að skipulagningu göngustígs í samvinnu við Djúpavog og Pál Líndal, umhverfissálfræðing, þar sem geislasteinar, menningarminjar og falleg umgjörð Teigarhorns verða á vegi gesta.

Þá hefur Brynja landvörður komið upp safni af helstu tegundum geislasteina sem finnast á Teigarhorni en gaman er að segja frá því að komið hefur á góðu samstarfi milli landvarðar á Teigarhorni og Breiðdalsseturs og hafa forstöðumenn setursins sett mikla vinnu í að greina eintök í geislasteinasafninu. Yfir 300 eintök eru í safninu en einn safngripanna er sérstæðari en aðrir. Eintakið sem um ræðir er af tegundinni scolecite og kom í ljós við eftirlitsferð þar sem hann sat laus á klettasyllu, en berg hafði hrunið frá honum í vor. Ljóst þótti að þarna var meiriháttar eintak á ferð og lögum samkvæmt ber landverði að halda slíkum eintökum til haga enda eign allra Íslendinga. Steininum var komið í hús með hjálp vanra sigmanna úr björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi og oddvitanum Andrési Skúlasyni. Líklegt er að um þjóðargersemi sé að ræða og eitt stærsta eintak scolecite sem fundist hefur á landinu. Síðast fannst svipað eintak á Teigarhorni um 1960. Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands kom til að meta steininn og skráði í safn stofnunarinnar.

Sjónvarpsviðtal um Teigarhorn sem tekið var við Brynju landvörð og Andrés oddvita fyrr í sumar má nálgast á vef fréttastofunnar N4 (ca 15 mínútur inn í þáttinn).

- Frétt af UST.is

 

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn

Martin, forstöðumaður Breiðdalsseturs, greinir smágerða geislasteina í holufyllingu

Martin, forstöðumaður Breiðdalsseturs, greinir smágerða geislasteina í holufyllingu

Ferðamenn á Teigarhorni

Ferðamenn á Teigarhorni

Horft yfir hluta jarðarinnar. Búlandstindur, Búlandsdalur og Búlandsá tilheyra jörðinni að stórum hluta.


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.11:00:00
Hiti:1,0 ░C
Vindßtt:NV
Vindhra­i:8 m/sek
Vindhvi­ur:13 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti: ░C
Vindßtt:
Vindhra­i: m/sek
Vindhvi­ur: m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.11:00:00
Hiti:1,4 ░C
Vindßtt:V
Vindhra­i:9 m/sek
Vindhvi­ur:19 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 14.11.2019
smmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is