Fréttir
09.10.2013 - Cittaslow sunnudagur 2013
 

Sunnudaginn 29. september var í fyrsta skipti haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi.

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og /eða sögu. Að þessu sinni varlögð áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður. Dagskráin hófst í Löngubúð kl. 14:00 með því að sveitarstjóri kynnti Cittaslow og fyir hvað samtökin standa. Að því loknu var gestum boðið að bragða á afurðum unnum af heimamönnum s.s. sultum, saft, sveppum, líkjörum og síðast en ekki síst hundasúrusúpu. Mikil ánægja var með hvernig til tókst og er undirbúningur þegar hafinn fyrir næsta ár en viðfangsefnið þá verður sauðkindin og allt það sem hún hefur upp á að bjóða.

Myndir má skoða með því að smella hér.

Einnig er hægt að smella hér til að skoða nokkrar uppskriftir sem okkur bárust í tengslum við þennan dag.

GJ
Myndir: AS

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is